Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. október 2021 07:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dagmál á mbl.is 
Halldór Smári tók kvíðalyf og svefntöflur vikuna fyrir lokaumferðina
Halldór Smári Sigurðsson.
Halldór Smári Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef alltaf átt í mjög skrítnu sam­bandi við hræðslu­til­finn­ing­una sem fylg­ir því að gera mis­tök," segir Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkings, í Dagmálum á mbl.is.

Þessi 33 ára gamli lykilmaður Víkinga er uppalinn hjá félaginu og fann fyrir miklu stressi í vikunni fyrir lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Víkingur gat þar orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 30 ár.

Halldór segist hafa vaknað á mánudeginum, bókstaflega að deyja úr stressi.

„Ég hélt þessu inn í mér fyrstu dag­ana og talaði ekki við neinn. Á miðviku­deg­in­um fann ég bara að ég var að springa og það var mjög gott að geta talað um þetta við kær­ust­una mína sem vinn­ur sem hjúkr­un­ar­fræðing­ar á Kleppi og hef­ur mikla reynslu í svona aðstæðum," segir Halldór í Dagmálum.

„Ég tók bæði kvíðalyf og svefn­töfl­ur til þess að geta sofið og vik­an í aðdrag­anda Leikn­is­leiks­ins var í einu orði sagt hræðileg."

Víkingur vann svo 2-0 sigur gegn Leikni í lokaumferðinn þann 25. september og braust þá út mikill fögnuður þegar Víkingar voru orðnir Íslandsmeistarar.
Athugasemdir
banner
banner