Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 22. október 2022 16:05
Haraldur Örn Haraldsson
Adam Ægir um sína framtíð: Ég hef lítið heyrt í Víkingum, lítið sem ekki neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur var hæstánægður eftir að hann skoraði 2 mörk í 7-1 sigri gegn Leikni í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  7 Keflavík

„Geðveikt að ná að svara fyrir síðustu 2 leiki, við höfum ekki náð að sýna okkar rétta andlit síðustu 2 leiki en gott að við náðum að sýna það í dag."

Keflavík svo gott sem tryggði sér 7. sætið í dag þar sem Fram getur aðeins jafnað þá að stigum en er með töluvert lakari markatölu, var þetta markmið ykkar?

„Já klárlega bara að enda sem efst og hægt er það er náttúrulega bara 7. sætið eina sem er í boði núna, klárlega markmið en upprunalega markmiðið var að enda í top 6 en já þetta er bara það besta sem við fáum hingað til."

Adam var valinn í varahóp landsliðsins og einhverjar sögur hafa verið af því að það hafði verið skrýtið hvernig hann fékk þær fréttir.

„Já nei ekki neitt skrýtið eða neitt þannig ég er bara gríðarlega sáttur að hafa verið nálægt hópnum og ef ég er ekki inn í aðalhópnum að bara vera til vara. Ég er bara mjög spenntur fyrir því hvað gerist, hvort að einhver detti út vonandi, ég held mikið með sogndal þannig að bara vona það besta. Ég er bara gríðarlega sáttur að hafa verið nálægt þessu og bara já sáttur."

Adam er á láni hjá Keflavík frá Víking og gæti verið byrjaður aðn hugsa út í næsta tímabil.

„Þannig séð ekki, ég hef lítið heyrt í Víkingum. Lítið sem ekki neitt þannig ég í raun og veru veit það ekki. Ég er bara að vonast til þess besta bara að eitthvað gott gerist. Eins og staðan er núna er ég í eigu Víkings og er bara spenntur að fara þangað aftur en fyrst og fremst er ég bara spenntur að klára þennan leik sem er eftir á móti Fram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner