Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   lau 22. október 2022 16:24
Kjartan Leifur Sigurðsson
Hemmi Hreiðars: Það er mér að kenna að leyfa öllum að spila
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,Ég er alltaf fúll að tapa fótboltaleik. Við vorum með leikinn í höndunum. Við förum að gera fullt af breytingum. Leyfum öllum að spila og það er mér að kenna að leyfa öllum að spila. Segir Hermann Hreiðarsson eftir svekkjandi 3-2 tap ÍBV gegn ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 ÍBV

Þetta var fyrsta tap ÍBV í úrslitakeppninni eftir þrjá góða sigra.

„Við ætluðum að vinna alla leiki. Þú sást hvernig við spiluðum í dag. Við fengum færin til að vinna. Þetta riðlaðist við skiptingarnar og klaufaleg mörk fengin á okkur.”

Tímabil ÍBV hefur verið nokkuð kaflaskipt. Byrjaði illa en verið þrusuflott upp á síðkastið.

„Það urðu mannabreytingar og fórum að einfalda aðeins hlutina. Við fórum að spila hápressuleik með mikla orku og kraft. Það hefur verið góður stöðugleiki í þessu sem og sjálfstraust. Við njótum þess að spila svona fótbolta.

Hemmi var spurður hvert stefna væri sett á næsta tímabili.

„Við höfum sýnt sjálfum okkur það að það er stöðugleiki í þvi sem við gerum og fyrst og fremst þarf að halda því áfram. Við förum fullir af sjálfstrauti í veturinn.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner