Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   lau 22. október 2022 17:08
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jón Þór: Það er saga okkar á þessari öld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er sætt að vinna. Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að fagna í sumar. Það er alltaf gott að vinna leiki. Það er klárt mál.” Segir Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 3-2 endurkomusigur á ÍBV.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 ÍBV

Sigurinn gerði lítið sem ekkert fyrir ÍA sem eru ennþá svo gott sem fallnir.

„Við erum staðráðnir í því að klára tímabilið með krafti. Það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir félagið. Ég er ánægður með vikuna og undirbúninginn. Leikmenn héldu fókus og við sýndum það í dag.”

ÍA lenti 2-0 undir en snéru þessu við og tóku stigin þrjú.

„Þetta var skrýtinn leikur. Þeir skora snemma en við áttum færi og vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik en vorum samt undir. Við vildum finpússa ákveðna hluti. Í 2-0 gerum við breytingar bæði mannabreytingar og taktískar. Við fengum neistann sem við þurftum við fyrsta markið.”

Stórveldið á Akranesi spilar í næst efstu deild að ári en liðið hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika seinustu ár.

„Við þurfum að skoða ákveðna hluti hjá okkur. Við föllum reglulega. Á 5 ára millibili kemur dýfa hjá okkur. Það er saga okkar á þessari öld. Við þurfum að skoða það verulega sem félag.”

Viðtalið er i heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner