Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 22. október 2022 17:08
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jón Þór: Það er saga okkar á þessari öld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er sætt að vinna. Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að fagna í sumar. Það er alltaf gott að vinna leiki. Það er klárt mál.” Segir Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 3-2 endurkomusigur á ÍBV.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 ÍBV

Sigurinn gerði lítið sem ekkert fyrir ÍA sem eru ennþá svo gott sem fallnir.

„Við erum staðráðnir í því að klára tímabilið með krafti. Það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir félagið. Ég er ánægður með vikuna og undirbúninginn. Leikmenn héldu fókus og við sýndum það í dag.”

ÍA lenti 2-0 undir en snéru þessu við og tóku stigin þrjú.

„Þetta var skrýtinn leikur. Þeir skora snemma en við áttum færi og vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik en vorum samt undir. Við vildum finpússa ákveðna hluti. Í 2-0 gerum við breytingar bæði mannabreytingar og taktískar. Við fengum neistann sem við þurftum við fyrsta markið.”

Stórveldið á Akranesi spilar í næst efstu deild að ári en liðið hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika seinustu ár.

„Við þurfum að skoða ákveðna hluti hjá okkur. Við föllum reglulega. Á 5 ára millibili kemur dýfa hjá okkur. Það er saga okkar á þessari öld. Við þurfum að skoða það verulega sem félag.”

Viðtalið er i heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner