Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 22. október 2022 17:08
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jón Þór: Það er saga okkar á þessari öld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er sætt að vinna. Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að fagna í sumar. Það er alltaf gott að vinna leiki. Það er klárt mál.” Segir Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 3-2 endurkomusigur á ÍBV.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 ÍBV

Sigurinn gerði lítið sem ekkert fyrir ÍA sem eru ennþá svo gott sem fallnir.

„Við erum staðráðnir í því að klára tímabilið með krafti. Það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir félagið. Ég er ánægður með vikuna og undirbúninginn. Leikmenn héldu fókus og við sýndum það í dag.”

ÍA lenti 2-0 undir en snéru þessu við og tóku stigin þrjú.

„Þetta var skrýtinn leikur. Þeir skora snemma en við áttum færi og vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik en vorum samt undir. Við vildum finpússa ákveðna hluti. Í 2-0 gerum við breytingar bæði mannabreytingar og taktískar. Við fengum neistann sem við þurftum við fyrsta markið.”

Stórveldið á Akranesi spilar í næst efstu deild að ári en liðið hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika seinustu ár.

„Við þurfum að skoða ákveðna hluti hjá okkur. Við föllum reglulega. Á 5 ára millibili kemur dýfa hjá okkur. Það er saga okkar á þessari öld. Við þurfum að skoða það verulega sem félag.”

Viðtalið er i heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir