Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 22. október 2022 15:32
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Höskulds: Það er mjög sárt að hafa ekki náð að stýra liðinu betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var niðurlútinn eftir að liðið hans tapaði 7-1 gegn Keflavík í dag. Tapið þýðir að Leiknir eru fallnir um deild.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  7 Keflavík

„Virkilega sárt, við gefum þeim leikinn í fyrri hálfleik á svona korters kafla þar sem þeir ná algjörlega tökum á leiknum. Við hentum svo öllu í þetta í seinni hálfleik sem leit út eins og það myndi skila sér og í stöðunni 3-1 erum við að fá mikið af sénsum og gerum nokkuð vel. Mér finnst þeir eiga fá 2 rauð spjöld á þeim tímapunkti þannig að þetta dettur ekki með okkur svo skora þeir mjög aumt mark, fjórða markið og þá fer þetta frá okkur."

Leiknismenn eru þá fallnir og Sigurður er að yfirgefa félagið, það hlýtur að svíða meira að skilja þá eftir í falli.

„Svo sannarlega, það var ekki markmiðið að fara úr deildinni en þegar á botnin er hvolft þá voru við bara ekki nógu góðir í sumar og það er mjög sárt að hafa ekki náð að stýra liðinu betur en það að liðið sé að falla hérna í næst síðustu umferð. Við gerðum of mikið af mistökum og vorum bara heilt yfir ekki nógu góðir í sumar til þess að halda sætinu í deildinni. Mikið af áföllum og annað slíkt sem að gerði það að verkum að við náðum aldrei neinum alvöru takt í leiknum okkar og þess vegna erum við fallnir."

Í gamla fyrirkomulaginu hefðu Leiknir ekki fallið en þeir gera það núna í því nýja. Hef þú einhverja sterka skoðun á þessu?

„Nei ég ætla ekki að fara tjá mig um það, þetta var eitthvað sem var vitað fyrir og ég ætla bara að leyfa öðrum að tjá sig um það, ég er kannsi síðasti maðurinn til þess að vera gaspra um það núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Sigurður nánar um ástæðu þess að þeir spila í Árbænum í dag en ekki í Breiðholtinu.


Athugasemdir
banner
banner