Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   lau 22. október 2022 15:47
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi um leikmannamál: Þá finnum við næsta Patrik Johannesen og næsta Adam Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var hæstánægður með sitt lið eftir að þeir unnu Leikni 7-1 í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  7 Keflavík

„Ég var mjög ánægður með liðið í dag við spiluðum mjög vel og sköpuðum fullt af færum, skoruðum 7 mörk. Þannig að þetta var virkilega vel útfært hjá okkur, fagmannleg frammistaða, spilum góðan fótbolta og fengum haug af færum. Það var kannski óþarfi að hleypa Leiknismönnum inn í leikinn aðeins þegar þeir minnkuðu í 3-1 en þetta var aldrei í hættu. Við vissum að þeir myndu taka sénsa þegar leið á og þá opnuðust þeir meira og við röðuðum inn fleiri mörkum."

Keflavík hafði ekki mikið að spila fyrir og Leiknismenn voru að spila fyrir lífi sínu en samt tekur Keflavík stórsigur, hvernig gerist það?

„Við vorum ósáttir við hvernig við spiluðum í síðustu leikjum og sérstaklega í síðasta leik, varnarlega og við höfum alltaf verið að skapa okkur færi í þessum leikjum en mér fannst við eiga inni að gera betur og óskaði eftir því frá liðinu. Þeir svöruðu vel í dag, við byrjuðum inn á með mjög sterkt lið og þeir sem komu inn á voru að líka að standa sig frábærlega, Dagur kom til dæmis inná og skoraði tvö mörk í dag. Við spilum bara mjög flottan fótbolta og vorum búnir að undirbúa okkur vel. Það var bara að útfæra leikplanið vel og menn voru fókuseraðir og duglegir, við vissum að ef við myndum vera þolinmóðir að þá myndum við raða inn mörkum."

Patrik Johannesen er líkast til á leiðinni frá félaginu og svo er einn þeirra besti maður Adam Ægir hjá þeim á láni, hvað verður gert ef þeir fara?

„Þá finnum við næsta Patrik Johannesen og næsta Adam Pálsson. Við leituðum vel í vetur og fundum góða leikmenn sem að hafa staðið sig frábærlega og það hafa verið fleiri sem hafa staðið sig mjög vel. Heilt yfir hefur liðið bara staðið sig mjög vel, svekkjandi hvað við vorum ofboðslega nálægt top 6 það hefði verið gaman að vera í efri úrslitakeppninni en það er eitthvað til að stefna á, á næsta ári. Við þurfum bara að finna næstu leikmenn sem að koma inn ef að þessir fara en vonandi tekst okkur að semja við einhverja af þeim."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar tala Sigurður nánar um að liðið er líklegast búið að tryggja sér 7. sætið


Athugasemdir
banner