Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. nóvember 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Meira en allt í lagi" með Joe Gomez
Gomez og Raheem Sterling.
Gomez og Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur upplýst stuðningsmenn félagsins að það sé allt í lagi með varnarmanninn Joe Gomez. „Það er meira en allt í lagi með hann," sagði Klopp.

Gomez lenti upp á kant við Raheem Sterling, leikmann Manchester City, í síðasta landsliðverkefni. Sterling reyndi að taka Gomez hálstaki í mötuneyti landsliðsins.

Gomez og Sterling lenti fyrst saman undir lok leiks Liverpool og City, sem endaði með 3-1 sigri fyrir Liverpool, fyrir landsleikjahlé. Tapið sat eitthvað í Sterling því hann missti þá stjórn á skapi sínu gagnvart Gomez er þeir mættu í landsliðsverkefnið.

Sterling spilaði í kjölfarið ekki gegn Svartfjallalandi, en Gomez kom inn á sem varamaður í leiknum. Þegar hann kom inn á heyrðist baul í stúkunni á Wembley. Sterling kom Gomez til varnar eftir leikinn.

Gomez, sem er 22 ára, spilaði ekki næsta leik gegn Kosóvó vegna meiðsla.

Klopp var spurður út í stöðuna á Gomez á blaðamannafundi í dag. Liverpool mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Það var fljótt allt í lagi með þá sem áttu hluti í þessu máli. Svona gerist í fótbolta," sagði Klopp.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, svaraði líka spurningum um málið á fréttamannafundi.

„Ég talaði við hann (Sterling) og það er allt í fína. Hann er stórkostlegur náungi. Hann sagði mér að Joe væri mjög fínn náungi og þeir ættu gott samband," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner