Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. nóvember 2021 09:44
Elvar Geir Magnússon
Pochettino sagður tilbúinn að hætta hjá PSG strax til að taka við Man Utd
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: EPA
Daily Mail segir að Mauricio Pochettino sé tilbúinn að hætta strax hjá Paris Saint-Germain til að taka við Manchester United.

Michael Carrick hefur tekið við United tímabundið en félagið segist vera í leit að bráðabirgðastjóra út tímabilið. Miðað við yfirlýsingu félagsins á ekki að ráða framtíðarstjóra fyrr en næsta sumar.

En Pochettino er sagður óánægður í frönsku höfuðborginni. Hann býr á hóteli á meðan fjölskylda hans býr í London.

Pochettino var sterklega orðaður við stjórastarfið hjá United þegar Ole Gunnar Solskjær var ráðinn.

Þess má geta að Pochettino fer til Manchester á morgun en PSG á leik gegn Manchester City í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Zinedine Zidane er einn af þeim sem hefur verið orðaður við United en BBC segir að sá franski hafi ekki áhuga á að taka við liðinu. Hann gæti hinsvegar tekið við PSG ef Pochettino fer þaðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner