Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. nóvember 2022 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Meistararnir hefja titilvörnina með fjórum mörkum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Frakkland 4 - 1 Ástralía
0-1 Craig Goodwin ('9)
1-1 Adrien Rabiot ('27)
2-1 Olivier Giroud ('32)
3-1 Kylian Mbappe ('68)
4-1 Olivier Giroud ('71)


Heimsmeistarar Frakklands byrja titilvörnina af krafti. Þeir voru að leggja Ástralíu nokkuð þægilega að velli í leik þar sem Olivier Giroud skoraði tvennu á meðan Kylian Mbappe og Adrien Rabiot skoruðu báðir og lögðu upp.

Craig Goodwin tók forystuna fyrir Ástrali snemma leiks en Frakkar tóku algjöra stjórn á leiknum eftir það.

Ástralir sáu vart til sólar og var Rabiot búinn að snúa stöðunni við með marki og svo stoðsendingu fyrir Giroud á fimm mínútna kafla.

Frakkar leiddu 2-1 í leikhlé og tvöfaldaði Mbappe forystuna í síðari hálfleik, þremur mínútum áður en hann lagði upp fyrir Giroud. Fjórða mark Frakka gerði endanlega út um viðureignina og komust meistararnir nálægt því að bæta fimmta markinu við.

Frakkar eru því á toppi D-riðils með þrjú stig. Danmörk og Túnis eru með eitt stig og Ástralía án stiga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner