Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. janúar 2023 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Arftaki Ten Hag hjá Ajax á barmi brottreksturs
Alfred Schreuder
Alfred Schreuder
Mynd: Getty Images
Starf Alfred Schreuder, arftaka Erik ten Hag hjá Ajax, hangir á bláþræði eftir 1-1 jafnteflið gegn Feyenoord um helgina, en Ajax hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum liðsins.

Schreuder tók við Ajax af Ten Hag í sumar er sá síðarnefndi hélt til Manchester United.

Byrjun Schreuder hefur ekki verið sérstök. Liðið er nú í 5. sæti hollensku deildarinnar, fimm stigum frá toppnum og hefur ekki tekist að ná í sigur í síðustu sex leikjum.

Eftir 1-1 jafnteflið við Feyenoord um helgina var tekinn fundur í búningsklefanum. Leikmenn voru beðnir um að rétta upp ef þeir teldu þjálfaraliðið ábyrga fyrir gengi liðsins og voru flestir sem gerðu það.

Ten Hag var mikilvæg fígúra hjá Ajax. Hann hafði unnið deildina tvö ár í röð og nálægt því að koma því í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en Schreuder hefur ekki náð sömu hæðum.

De Telegraaf segir þó að leikmenn hafi enn trú á Schreuder og að þeir séu ekki enn búnir að kasta inn hvíta handklæðinu, en spurningin er hvort þolinmæði stjórnarmanna sé á þrotum.
Athugasemdir
banner
banner
banner