Everton er búið að reka Frank Lampard en liðið er bara með 15 stig eftir 20 leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Það er lægsti stigafjöldi á þessu stigi mótsins í sögu félagsins (frá því að gefin voru þrjú stig fyrir sigur).
Það er lægsti stigafjöldi á þessu stigi mótsins í sögu félagsins (frá því að gefin voru þrjú stig fyrir sigur).
Everton hefur farið í gegnum átta síðustu deildarleiki án þess að vinna, tvö jafntefli og sex tapleikir. Það er lengsta skrið án sigurs á stjóraferli Lampard.
Lampard var innan við eitt ár í starfi á Goodison Park og tapið gegn West Ham á laugardag var níunda tapið í síðustu tólf deildarleikjum. Liðið er næst neðst í deildinni, markatölunni frá því að vera í neðsta sæti.
Lampard vann aðeins 12 af 44 leikjum sínum með Everton, sigurhlutfallið er því 27,27% sem er mun verra en hann var með sem stjóri Derby (42,1%) og Chelsea (52,4%).
Lampard fékk aðeins 0,92 stig að meðaltali í leik hjá Everton en aðeins Mike Walker (0,87) er með verri tölfræði sem stjóri liðsins í úrvalsdeildinni.
Daily Mail segir að Marcelo Bielsa, fyrrum stjóri Leeds, sé efstur á óskalista hæstráðenda hjá Everton í stjóraleitinni en eigandinn Farhad Moshiri tilkynnti Lampard með símtali í dag að ákveðið hefði verið að reka hann.
Næstu tveir deildarleikir Everton eru gegn Arsenal og Liverpool.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Aston Villa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Bournemouth | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Brentford | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Brighton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Burnley | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Chelsea | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Crystal Palace | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Everton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Fulham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Leeds | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Liverpool | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Man City | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Man Utd | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Newcastle | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Nott. Forest | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sunderland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Tottenham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Leicester | 38 | 6 | 7 | 25 | 33 | 80 | -47 | 25 |
19 | West Ham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
19 | Ipswich Town | 38 | 4 | 10 | 24 | 36 | 82 | -46 | 22 |
20 | Southampton | 38 | 2 | 6 | 30 | 26 | 86 | -60 | 12 |
20 | Wolves | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir