Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 23:18
Ívan Guðjón Baldursson
Hlín til Fiorentina (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kantmaðurinn fjölhæfi Hlín Eiríksdóttir mun leika með ítalska félaginu Fiorentina á lánssamningi út tímabilið.

Hlín gekk til liðs við Leicester í janúar í fyrra en fann aldrei taktinn á Englandi. Henni tókst hvorki að skora né leggja upp á dvöl sinni hjá félaginu.

Hún gerði frábæra hluti með Kristianstad í sænska boltanum áður en hún hélt til Leicester og vonast Hlín til að endurvekja markaskorunina með flutningum til Ítalíu.

Hún verður samherji Kötlu Tryggvadóttur hjá Fiorentina en þær léku einnig saman hjá Kristianstad og tengdu mjög vel. Hin norsk-íslenska Iris Omarsdottir er einnig á mála hjá Fiorentina.

Allar leika íslensku stelpurnar sem sóknarmenn og verður afar áhugavert að fylgjast með þeim í Flórens í vor. Katla, 20 ára, er komin með tvö mörk og eina stoðsendingu í átta deildarleikjum á meðan Iris, 22 ára, er með þrjú mörk og eina stoðsendingu í tíu leikjum í Serie A.

Hlín er 25 ára gömul og hefur skorað 7 mörk í 52 landsleikjum. Hún er samningsbundinn Leicester í eitt og hálft ár til viðbótar.

Fiorentina er í fimmta sæti Serie A deildarinnar með 18 stig eftir 11 umferðir, tveimur stigum frá meistaradeildarsæti.

Þess má geta að Hlín hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli að undanförnu.




Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner