Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. febrúar 2019 12:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Breiðablik hafði betur gegn Víkingi R.
Mikkelsen skoraði fyrir Breiðablik.
Mikkelsen skoraði fyrir Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Breiðablik 2 - 0 Víkingur R.
1-0 Thomas Mikkelsen ('22)
2-0 Aron Bjarnason ('90)

Breiðablik lagði Víking R. að velli í fyrsta leik dagsins í Lengjubikarnum. Leikurinn fór fram í Fífunni í Kópavogi.

Á 22. mínútu skoraði Thomas Mikkelsen og kom hann Blikum yfir. Daninn kom til Blika um mitt síðasta sumar og reyndist mikill happafengur. Hann verður áfram í Breiðabliki á komandi tímabili.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Undir lok leiksins skoraði varamaðurinn Aron Bjarnason og bætti við öðru marki. Lokatölur 2-0 fyrir Breiðablik.

Atli Hrafn Andrason sem Víkingur fékk í gær lék fyrri hálfleikinn í dag. Júlíus Magnússon var ekki með í dag.

Breiðablik er með sex stig eftir tvo leiki. Víkingur er án stiga eftir tap gegn FH í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner