Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   fös 23. febrúar 2024 14:15
Brynjar Ingi Erluson
Geggjað sigurmark Porto er mark vikunnar í Meistaradeildinni
Brasilíski leikmaðurinn Galeno á mark vikunnar í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Porto á Arsenal.

Portúgalska liðið spilaði afar taktískan og agaðan varnarleik, þar sem Arsenal-mönnum tókst aldrei að ógna marki heimamanna.

Það var síðan seint í uppbótartíma sem Galeno fékk boltann vinstra megin við teiginn áður en hann skrúfaði honum yfir David Raya og í fjærhornið.

Þetta mark er mark vikunnar í Meistaradeild Evrópu en það má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir