Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fös 23. febrúar 2024 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst sterkt að koma til baka eftir að hafa lent undir en ég held við getum spilað mun betur en við gerðum í dag. Ég er spennt að koma heim, ég held það verði ennþá betri leikur en í dag," sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir landsliðsframherji Íslands eftir 1 - 1 jafntefli við Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í Þjóðadeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

„Serbar eru með mjög gott lið, þetta eru sterkir einstaklingar og gæði í markinu þeirra en ég held að við séum mun betri en við sýndum í dag."

Olla var á bekknum í dag en kom inná sem varamaður á 69. mínútu.

„Ég er mjög glöð að fá að spila, og er alltaf þakklát fyrir þær mínútur sem ég fæ. Ég er aðallega svekkt að hafa ekki unnið leikinn."

Serbar misstu mann af velli með rautt spjald á 83. mínútu og eftir það virtust hlutirnir falla meira með okkur en ekki nóg.

„Við fengum augnablikið meira með okkur þegar hún fékk rauða spjaldið en mér fannst það hafa verið að byggjast upp. Það var auðvelt að koma inná í þessum leik, Selma hjálpaði mér að koma í réttu stöðurnar og talar mikið við mig. Það var pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta það að vera manni fleiri."
Athugasemdir
banner
banner