Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Breki Baxter: Sambandið við þjálfarann versnaði og svo hófst stríð
Fanney Inga: Svekkjandi að það hafi verið upp úr svona vafaatriði
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Hildur: Taka hana úr leiknum og þetta var bara 'dirty'
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Glódís: Var viljandi og mér finnst þetta ógeðslega ljótt brot
Steini: Ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Orri Hrafn: Þurfti á þessu að halda fyrir sjálfan mig
Sigurður Bjartur: Hélt þetta yrði 100% víti
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Anton Ari: Finn fyrir miklu trausti
Steini ákveðinn: Hann verður betri
Glódís: Veit að fólk er ekki spennt að spila á móti okkur
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
Hildur Antons: Íslenskan stundum yfirgnæfandi í klefanum
Aldrei spurning um annað en Breiðablik - „Báðar dollurnar og langt í Evrópu"
Telur að margir séu að afskrifa þá - „Við ætlum að vinna deildina í ár“
   fös 23. febrúar 2024 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst sterkt að koma til baka eftir að hafa lent undir en ég held við getum spilað mun betur en við gerðum í dag. Ég er spennt að koma heim, ég held það verði ennþá betri leikur en í dag," sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir landsliðsframherji Íslands eftir 1 - 1 jafntefli við Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í Þjóðadeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

„Serbar eru með mjög gott lið, þetta eru sterkir einstaklingar og gæði í markinu þeirra en ég held að við séum mun betri en við sýndum í dag."

Olla var á bekknum í dag en kom inná sem varamaður á 69. mínútu.

„Ég er mjög glöð að fá að spila, og er alltaf þakklát fyrir þær mínútur sem ég fæ. Ég er aðallega svekkt að hafa ekki unnið leikinn."

Serbar misstu mann af velli með rautt spjald á 83. mínútu og eftir það virtust hlutirnir falla meira með okkur en ekki nóg.

„Við fengum augnablikið meira með okkur þegar hún fékk rauða spjaldið en mér fannst það hafa verið að byggjast upp. Það var auðvelt að koma inná í þessum leik, Selma hjálpaði mér að koma í réttu stöðurnar og talar mikið við mig. Það var pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta það að vera manni fleiri."
Athugasemdir
banner
banner
banner