Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   fös 23. febrúar 2024 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst sterkt að koma til baka eftir að hafa lent undir en ég held við getum spilað mun betur en við gerðum í dag. Ég er spennt að koma heim, ég held það verði ennþá betri leikur en í dag," sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir landsliðsframherji Íslands eftir 1 - 1 jafntefli við Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í Þjóðadeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

„Serbar eru með mjög gott lið, þetta eru sterkir einstaklingar og gæði í markinu þeirra en ég held að við séum mun betri en við sýndum í dag."

Olla var á bekknum í dag en kom inná sem varamaður á 69. mínútu.

„Ég er mjög glöð að fá að spila, og er alltaf þakklát fyrir þær mínútur sem ég fæ. Ég er aðallega svekkt að hafa ekki unnið leikinn."

Serbar misstu mann af velli með rautt spjald á 83. mínútu og eftir það virtust hlutirnir falla meira með okkur en ekki nóg.

„Við fengum augnablikið meira með okkur þegar hún fékk rauða spjaldið en mér fannst það hafa verið að byggjast upp. Það var auðvelt að koma inná í þessum leik, Selma hjálpaði mér að koma í réttu stöðurnar og talar mikið við mig. Það var pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta það að vera manni fleiri."
Athugasemdir
banner
banner