Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fös 23. febrúar 2024 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst sterkt að koma til baka eftir að hafa lent undir en ég held við getum spilað mun betur en við gerðum í dag. Ég er spennt að koma heim, ég held það verði ennþá betri leikur en í dag," sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir landsliðsframherji Íslands eftir 1 - 1 jafntefli við Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í Þjóðadeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

„Serbar eru með mjög gott lið, þetta eru sterkir einstaklingar og gæði í markinu þeirra en ég held að við séum mun betri en við sýndum í dag."

Olla var á bekknum í dag en kom inná sem varamaður á 69. mínútu.

„Ég er mjög glöð að fá að spila, og er alltaf þakklát fyrir þær mínútur sem ég fæ. Ég er aðallega svekkt að hafa ekki unnið leikinn."

Serbar misstu mann af velli með rautt spjald á 83. mínútu og eftir það virtust hlutirnir falla meira með okkur en ekki nóg.

„Við fengum augnablikið meira með okkur þegar hún fékk rauða spjaldið en mér fannst það hafa verið að byggjast upp. Það var auðvelt að koma inná í þessum leik, Selma hjálpaði mér að koma í réttu stöðurnar og talar mikið við mig. Það var pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta það að vera manni fleiri."
Athugasemdir