Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Sociedad tapaði heimaleik gegn Villarreal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Sociedad 1 - 3 Villarreal
0-1 Santi Comesana ('17)
0-2 Santi Comesana ('47)
1-2 Mikel Merino ('86)
1-3 Alexander Sörloth ('95)

Real Sociedad og Villarreal tókust á í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans, í leik þar sem heimamenn í San Sebastián þurftu sigur í Evrópubaráttunni.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Santi Comesana tókst að setja boltann í netið til að taka forystuna fyrir Villarreal og var staðan 0-1 í leikhlé.

Comesana tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik og skiptu heimamenn í Villarreal um gír í kjölfarið.

Þeir fengu mikið af færum en tókst ekki að minnka muninn fyrr en undir lokin, þegar Mikel Merino skoraði á 86. mínútu.

Lokamínúturnar voru gríðarlega spennnadi, þar sem heimamenn sóttu í sig veðrið en fengu mark á sig eftir skyndisókn seint í uppbótartímanum. Norðmaðurinn Alexander Sörloth skoraði þá til að innsigla sigur Villarreal.

Villarreal er í neðri hluta deildarinnar, með 29 stig eftir 26 umferðir, en siglir þó lygnan sjó heilum tólf stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Alaves 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Athletic 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Atletico Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Barcelona 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Betis 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Celta 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Espanyol 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Getafe 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Girona 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Las Palmas 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leganes 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Mallorca 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Osasuna 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Vallecano 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Real Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Real Sociedad 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sevilla 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Valencia 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Cadiz 38 6 15 17 26 55 -29 33
19 Valladolid 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Almeria 38 3 12 23 43 75 -32 21
20 Villarreal 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Granada CF 38 4 9 25 38 79 -41 21
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner