Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. mars 2020 15:08
Magnús Már Einarsson
Luigi í sóttkví - Æfði upp í bústað
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fram kom í síðustu viku hafa tveir leikmenn Víkings R. verið í sóttkví að undanförnu vegna kórónuveirunnar.

Annar þeirra er bakvörðurinn Logi Tómasson, Luigi, en hann hefur verið í sóttkví síðan í síðustu viku. Hann hefur þó ekki sýnt nein einkenni þess að vera með Covid-19.

„Ég var ekki mjög sáttur með það að fara í sóttkví þar sem ég þarf alltaf að vera hreyfa mig en það er ekkert sem maður getur gert í þessu," sagði Logi við Fótbolta.net í dag.

Logi hefur haldið sér í formi og æft áfram undanfarna daga. „Ég er búin að vera upp í bústað núna að taka því rólega og æfa þar eins og ég get en er á leiðinni heim í herbergið mitt í sóttkví."

Ljóst er að Íslandsmótið hefst í fyrsta lagi um mijðan maí en Logi bíður spenntur eftir sumrinu með bikarmeisturum Víkings.

„Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu erum með gott lið og þetta verður spennandi," sagði Logi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner