Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. mars 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir af ferli markadrottningarinnar Hörpu Þorsteins
Harpa skoraði 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi.
Harpa skoraði 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir greindi frá því í nýjasta þætti Heimavallarins að fótboltaskórnir væru komnir upp á hillu.

„Mér finnst mjög erfitt að segja að ég hafi lagt skóna á hilluna en ég get samt alveg sagt það. Ég er búinn að leggja skóna á hilluna en þeir eru ekki límdir þar," sagði Harpa, sem er ólétt og á von á sínu þriðja barni.

Hin 33 ára gamla Harpa hefur skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á ferlinum en hún hefur ekkert spilað síðan hún sleit krossband síðla sumars 2018.

Harpa hefur lengst af á ferlinum spilað með Stjörnunni í Garðabæ og þá hefur hún skorað nítján mörk í 67 landsleikjum.

Eftirminnileg eru tímabilin 2013 og 2014 þegar hún skoraði 28 og 27 mörk í efstu deild; samtals 55 mörk í 36 leikjum.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá ferli Hörpu.

Sjá einnig:
Harpa Þorsteinsdóttir - Þakklætiskveðja
Athugasemdir
banner
banner
banner