Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 23. mars 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dýrasti þjálfari í sögu danska boltans
Thomas Thomasberg er nýr þjálfari Midtjylland í Danmörku en samkvæmt Tipsbladet er hann dýrasti stjóri í sögu danska boltans.

Thomasberg var samningsbundinn Randers en Midtjylland borgar um 6 milljónir danskra króna til að losa hann undan þeim samningi, eða rúmlega 121 milljón íslenskra króna.

Søren Pedersen, stjórnarformaður Randers, vildi ekki tjá sig í smáatriðum um samkomulagið en viðurkennir að þetta sé verulega gott samkomulag fyrir hans félag.

„Ég er mjög ánægður með verðið," sagði Pedersen við Tipsbladet.

Fyrir ári síðan fór AaB í Álaborg í viðræður við Randers um Thomasberg en þær viðræður sigldu í strand.

Thomasberg, sem hefur gert flotta hluti með Randers, skrifar undir þriggja ára samning við Midtjylland. Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er á meðal leikmanna liðsins.
Athugasemdir
banner