Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fim 23. mars 2023 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Kane orðin markahæstur í sögu enska landsliðsins
Kane fór ekkert leynt með gleðina sem fylgdi því að skora þetta mark
Kane fór ekkert leynt með gleðina sem fylgdi því að skora þetta mark
Mynd: Getty Images
Harry Kane er markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins en hann var rétt í þessu að bæta met Wayne Rooney með öðru marki Englands gegn Ítalíu í undankeppni Evrópumótsins.

Kane og Rooney voru jafnir fyrir leikinn með 53 mörk en Kane tókst að tryggja sér metið með því að skora úr vítaspyrnu eftir að Giovanni Di Lorenzo handlék boltann í teignum.

Þessi mikli markaskorari steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi og vann sér um leið þann magnaða titil að vera markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins.

Staðan er 2-0 fyrir Englendingum gegn Ítalíu en þessi lið mættust einmitt í úrslitum Evrópumótsins fyrir tveimur árum.


Athugasemdir
banner
banner