Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. apríl 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Soares bíður ennþá eftir fyrsta leik með Arsenal
Mynd: Getty Images
Portúgalski bakvörðurinn Cedric Soares vonast til að tímabilið verði klárað á Englandi þannig að hann nái að spila sinn fyrsta leik með Arsenal.

Soares kom til Arsenal á láni frá Southampton í janúar en var frá fyrstu vikurnar hjá nýju félagið vegna meiðsla. Hann hafði því ekki spilað leik þegar tímabilið var stöðvað vegna kórónuveirunnar.

„Ég er mjög spenntur að spila minn fyrsta leik með Arsenal. Þetta snýst um þolinmæði og ég veit að þetta mun gerast í nánustu framtíð," sagði Soares.

Soares er orðinn heill heilsu og hann æfir heima hjá sér þessa dagana.

Hann nýtir frítíma sinn til að leika við hundinn sinn sem hann skírði í höfuðið á Oriol Romeu miðjumanni Southampton. Soares segist einnig hafa verði að prófa nýja hluti í eldamennskunni að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner