Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 19:21
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagar í ensku úrvalsdeildinni handteknir grunaðir um nauðgun
Mynd: Getty Images
Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni voru um helgina handteknir vegna gruns um nauðgun en þetta kemur fram í enska blaðinu The Sun.

Leikmennirnir, sem er báðir 19 ára gamlir, eru á mála hjá sama félaginu.

Lögreglan yfirheyrði annan þeirra á leikvangi félagsins um helgina en hann er grunaður um að hafa átt aðild að nauðguninni, með því að hvetja liðsfélaga sinn til að framkvæmda verknaðinn.

Hann var handtekinn eftir að hann yfirgaf leikvanginn og látinn gista eina nótt í fangaklefa áður en var yfirheyrður í annað sinn morguninn eftir.

Hinn leikmaðurinn var handtekinn degi síðar vegna gruns um nauðgun. Sá var einnig yfirheyrður en báðum hefur verið sleppt gegn tryggingu.

Málið er áfram í rannsókn en fótboltafélagið sem mennirnir spila fyrir vildi ekki tjá sig þegar Sun spurðist fyrir um málið.
Athugasemdir
banner
banner