Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mið 23. apríl 2025 23:13
Sölvi Haraldsson
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara svekktur, við vorum einum fleiri í langan tíma og við lágum á þeim. Það var erfitt að skapa sér færi en ég er fyrst og fremst svekktur að ná ekki í þrjú stig.“ sagði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmaður KR, eftir 2-2 jafntefli við FH í dag.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KR

Gabríel segir fyrri hálfleikinn hafa verið skemmtilegan að horfa á.

„Við byrjuðum þetta ágætlega en fáum svo mark á okkur úr föstu leikatriði sem þeir eru ágætir í. Skemmtilegur fyrri hálfleikur örugglega að horfa á. Við hefðum getað sleppt því að gefa þeim þessar hornspyrnur og föst leikatriði sem mér fannst allan leikinn, þeir eru góðir þar.“

Hvernig sá Gabríel tæklingu Björns Daníels sem endaði með rauðu spjaldi?

„Mér sýndist hann bara hafa tæklað hann og fara frekar hátt í kálfan á honum, en ég veit það ekki, ég sá þetta ekki nógu vel.“

Var högg í magann að fá jöfnunarmarkið á sig skömmu eftir að FH fékk rautt spjald?

„Að sjálfsögðu, við erum að gefa of mikið af föstum leikatriðum sem þeir eru góðir í og nýttu sér vel. Það getur gerst og það þarf að halda áfram og reyna að jafna eins og við gerum og bara taka eitt augnablik í einu.“

Gabríel sér stíganda í spilamennsku KR og sér margt jákvætt í leik liðs síns.

„Mér finnst margt jákvætt og margt sem er hægt að byggja á. En þetta er fínn stígandi og við erum taplausir, vonandi er hægt að bæta ofan á það.“

Viðtalið við Gabríel má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir