Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fim 23. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
KÁ/AKÁ gefur út nýtt Þórslag
KÁ/AKÁ hefur gefið út nýtt Þórslag.
KÁ/AKÁ hefur gefið út nýtt Þórslag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rapparinn Halldór Kristinn Harðarson, betur þekktur sem KÁ/AKÁ er mikill Þórsari. Hann hefur nú gefið út nýtt lag sem ber heitið „Þorpið mitt" og er um Íþróttafélagið Þór.

„Þetta lag og video er tileinkað mínum besta vin og harðasta Þórsara sem ég hef á ævi minni kynnst ásamt þeim sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíðina í gegnum klúbbinn. Má þar nefna þjálfarana sem tóku við mér í æsku og þeir sem fylgdu mér upp í alvöruna og kenndu mér að takast á við lífið í gegnum íþróttir og hvernig klúbburinn virkar. Þið kennduð mér hvernig á að vinna og hvernig á líka að tapa, allir þeir liðsfélagar sem kenndu mér hvað samstaða er og hvað sé hægt að áorka með liðsheild. Allir þeir stuðningsmenn sem mæta og fórna sínum frítíma til þess að rífa klúbbinn áfram og sérstaklega þeir sem leggja aldrei árar í bát sama hvernig viðrar. Foreldrar mínir spila stórt hlutverk en þau skráðu mig í klúbbinn upp á fæðingardeild og fylgdu mér upp alla yngri flokka og stóðu alltaf hart við bakið á mér. Þið öll kennduð mér hvernig íþróttafélagið Þór virkar og hvað það er að vera úr Þorpinu, ég að vísu hef alltaf búið á eyrinni en hef málað hana rauða hvern einasta dag síðan ég man eftir mér. Þetta er fyrir ykkur kæru bræður og systur, ég lifi fyrir klúbbinn og ég dey fyrir klúbbinn," skrifar tónlistarmaðurinn á Facebook síðu sína nú rétt í þessu.

Þar bendir hann einnig á að hann mun flytja lagið á Herrakvöldi Þórs sem fram fer á laugardagskvöld.

Hægt er að sjá og hlusta á lagið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner