Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 23. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
KÁ/AKÁ gefur út nýtt Þórslag
KÁ/AKÁ hefur gefið út nýtt Þórslag.
KÁ/AKÁ hefur gefið út nýtt Þórslag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rapparinn Halldór Kristinn Harðarson, betur þekktur sem KÁ/AKÁ er mikill Þórsari. Hann hefur nú gefið út nýtt lag sem ber heitið „Þorpið mitt" og er um Íþróttafélagið Þór.

„Þetta lag og video er tileinkað mínum besta vin og harðasta Þórsara sem ég hef á ævi minni kynnst ásamt þeim sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíðina í gegnum klúbbinn. Má þar nefna þjálfarana sem tóku við mér í æsku og þeir sem fylgdu mér upp í alvöruna og kenndu mér að takast á við lífið í gegnum íþróttir og hvernig klúbburinn virkar. Þið kennduð mér hvernig á að vinna og hvernig á líka að tapa, allir þeir liðsfélagar sem kenndu mér hvað samstaða er og hvað sé hægt að áorka með liðsheild. Allir þeir stuðningsmenn sem mæta og fórna sínum frítíma til þess að rífa klúbbinn áfram og sérstaklega þeir sem leggja aldrei árar í bát sama hvernig viðrar. Foreldrar mínir spila stórt hlutverk en þau skráðu mig í klúbbinn upp á fæðingardeild og fylgdu mér upp alla yngri flokka og stóðu alltaf hart við bakið á mér. Þið öll kennduð mér hvernig íþróttafélagið Þór virkar og hvað það er að vera úr Þorpinu, ég að vísu hef alltaf búið á eyrinni en hef málað hana rauða hvern einasta dag síðan ég man eftir mér. Þetta er fyrir ykkur kæru bræður og systur, ég lifi fyrir klúbbinn og ég dey fyrir klúbbinn," skrifar tónlistarmaðurinn á Facebook síðu sína nú rétt í þessu.

Þar bendir hann einnig á að hann mun flytja lagið á Herrakvöldi Þórs sem fram fer á laugardagskvöld.

Hægt er að sjá og hlusta á lagið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner