Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 23. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
KÁ/AKÁ gefur út nýtt Þórslag
KÁ/AKÁ hefur gefið út nýtt Þórslag.
KÁ/AKÁ hefur gefið út nýtt Þórslag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rapparinn Halldór Kristinn Harðarson, betur þekktur sem KÁ/AKÁ er mikill Þórsari. Hann hefur nú gefið út nýtt lag sem ber heitið „Þorpið mitt" og er um Íþróttafélagið Þór.

„Þetta lag og video er tileinkað mínum besta vin og harðasta Þórsara sem ég hef á ævi minni kynnst ásamt þeim sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíðina í gegnum klúbbinn. Má þar nefna þjálfarana sem tóku við mér í æsku og þeir sem fylgdu mér upp í alvöruna og kenndu mér að takast á við lífið í gegnum íþróttir og hvernig klúbburinn virkar. Þið kennduð mér hvernig á að vinna og hvernig á líka að tapa, allir þeir liðsfélagar sem kenndu mér hvað samstaða er og hvað sé hægt að áorka með liðsheild. Allir þeir stuðningsmenn sem mæta og fórna sínum frítíma til þess að rífa klúbbinn áfram og sérstaklega þeir sem leggja aldrei árar í bát sama hvernig viðrar. Foreldrar mínir spila stórt hlutverk en þau skráðu mig í klúbbinn upp á fæðingardeild og fylgdu mér upp alla yngri flokka og stóðu alltaf hart við bakið á mér. Þið öll kennduð mér hvernig íþróttafélagið Þór virkar og hvað það er að vera úr Þorpinu, ég að vísu hef alltaf búið á eyrinni en hef málað hana rauða hvern einasta dag síðan ég man eftir mér. Þetta er fyrir ykkur kæru bræður og systur, ég lifi fyrir klúbbinn og ég dey fyrir klúbbinn," skrifar tónlistarmaðurinn á Facebook síðu sína nú rétt í þessu.

Þar bendir hann einnig á að hann mun flytja lagið á Herrakvöldi Þórs sem fram fer á laugardagskvöld.

Hægt er að sjá og hlusta á lagið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir