Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fim 23. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
KÁ/AKÁ gefur út nýtt Þórslag
KÁ/AKÁ hefur gefið út nýtt Þórslag.
KÁ/AKÁ hefur gefið út nýtt Þórslag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rapparinn Halldór Kristinn Harðarson, betur þekktur sem KÁ/AKÁ er mikill Þórsari. Hann hefur nú gefið út nýtt lag sem ber heitið „Þorpið mitt" og er um Íþróttafélagið Þór.

„Þetta lag og video er tileinkað mínum besta vin og harðasta Þórsara sem ég hef á ævi minni kynnst ásamt þeim sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíðina í gegnum klúbbinn. Má þar nefna þjálfarana sem tóku við mér í æsku og þeir sem fylgdu mér upp í alvöruna og kenndu mér að takast á við lífið í gegnum íþróttir og hvernig klúbburinn virkar. Þið kennduð mér hvernig á að vinna og hvernig á líka að tapa, allir þeir liðsfélagar sem kenndu mér hvað samstaða er og hvað sé hægt að áorka með liðsheild. Allir þeir stuðningsmenn sem mæta og fórna sínum frítíma til þess að rífa klúbbinn áfram og sérstaklega þeir sem leggja aldrei árar í bát sama hvernig viðrar. Foreldrar mínir spila stórt hlutverk en þau skráðu mig í klúbbinn upp á fæðingardeild og fylgdu mér upp alla yngri flokka og stóðu alltaf hart við bakið á mér. Þið öll kennduð mér hvernig íþróttafélagið Þór virkar og hvað það er að vera úr Þorpinu, ég að vísu hef alltaf búið á eyrinni en hef málað hana rauða hvern einasta dag síðan ég man eftir mér. Þetta er fyrir ykkur kæru bræður og systur, ég lifi fyrir klúbbinn og ég dey fyrir klúbbinn," skrifar tónlistarmaðurinn á Facebook síðu sína nú rétt í þessu.

Þar bendir hann einnig á að hann mun flytja lagið á Herrakvöldi Þórs sem fram fer á laugardagskvöld.

Hægt er að sjá og hlusta á lagið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner