Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fim 23. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
KÁ/AKÁ gefur út nýtt Þórslag
KÁ/AKÁ hefur gefið út nýtt Þórslag.
KÁ/AKÁ hefur gefið út nýtt Þórslag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rapparinn Halldór Kristinn Harðarson, betur þekktur sem KÁ/AKÁ er mikill Þórsari. Hann hefur nú gefið út nýtt lag sem ber heitið „Þorpið mitt" og er um Íþróttafélagið Þór.

„Þetta lag og video er tileinkað mínum besta vin og harðasta Þórsara sem ég hef á ævi minni kynnst ásamt þeim sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíðina í gegnum klúbbinn. Má þar nefna þjálfarana sem tóku við mér í æsku og þeir sem fylgdu mér upp í alvöruna og kenndu mér að takast á við lífið í gegnum íþróttir og hvernig klúbburinn virkar. Þið kennduð mér hvernig á að vinna og hvernig á líka að tapa, allir þeir liðsfélagar sem kenndu mér hvað samstaða er og hvað sé hægt að áorka með liðsheild. Allir þeir stuðningsmenn sem mæta og fórna sínum frítíma til þess að rífa klúbbinn áfram og sérstaklega þeir sem leggja aldrei árar í bát sama hvernig viðrar. Foreldrar mínir spila stórt hlutverk en þau skráðu mig í klúbbinn upp á fæðingardeild og fylgdu mér upp alla yngri flokka og stóðu alltaf hart við bakið á mér. Þið öll kennduð mér hvernig íþróttafélagið Þór virkar og hvað það er að vera úr Þorpinu, ég að vísu hef alltaf búið á eyrinni en hef málað hana rauða hvern einasta dag síðan ég man eftir mér. Þetta er fyrir ykkur kæru bræður og systur, ég lifi fyrir klúbbinn og ég dey fyrir klúbbinn," skrifar tónlistarmaðurinn á Facebook síðu sína nú rétt í þessu.

Þar bendir hann einnig á að hann mun flytja lagið á Herrakvöldi Þórs sem fram fer á laugardagskvöld.

Hægt er að sjá og hlusta á lagið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner