Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. maí 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðurkennir að mistök voru gerð af hálfu Liverpool
Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool.
Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, viðurkennir að það hafi verið mistök að nota sér úrræði stjórnvalda í Bretlandi.

Liverpool, sem er eitt stærsta knattspyrnufélag í heiminum, tilkynnti það í síðasta mánuði að félagið ætli sér að nota úrræði stjórnvalda í kjölfar kórónuveirufaraldursins sem segir til um að ríkið borgi 80 prósent af launum starfsfólks, upp að allt að 2500 pundum á mánuði fyrir skatt, og að félagið borgi þá hin 20 prósentin.

Liverpool fékk á sig mikla gagnrýni enda hafði félagið tilkynnt um 42 milljón punda hagnað sex vikum áður. Liverpool hætti við ákvörðun sína eftir alla gagnrýnina.

Eftir því sem fram kemur á Daily Mail segir Werner: „Það er betra að viðurkenna mistökin þegar þau eiga sér stað. Vonandi veit fólk að við erum að reyna að styðja stuðningsmenn, leikmenn og félagið í heild sinni á þann hátt að það er sjálfbært."

Liverpool er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stiga forskot, en vonast er til að deildin geti hafist aftur í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner