Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Copa America í dag - Argentína þarf sigur gegn Katar
Mynd: Getty Images
Síðasta umferð B-riðils Copa America fer fram í kvöld og þarf Argentína að leggja Katar að velli til að komast upp úr riðli.

Argentína hefur farið hörmulega af stað og er aðeins með eitt stig eftir tap gegn Kólumbíu og jafntefli við Paragvæ. Þjóðin vermir botnsæti riðilsins, með verri markatölu heldur en Katar sem er einnig með eitt stig.

Sigur gegn Katar nægir til að koma Argentínu áfram í útsláttarkeppnina. Þar munu þó erfiðir andstæðingar bíða, Brasilía er búið að vinna A-riðil á meðan Síle og Úrúgvæ eru að berjast um C-riðil.

Á sama tíma mætast Paragvæ og Kólumbía. Paragvæ þarf helst sigur til að komast áfram en Kólumbía mun hvíla lykilmenn enda búið að tryggja sér toppsæti riðilsins.

Leikir kvöldsins:
19:00 Katar - Argentína (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Kólumbía - Paragvæ (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner