Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mið 23. júní 2021 20:41
Elvar Geir Magnússon
Elfar Árni: Hef alltaf gaman að því að skora gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði annað sigurmark sitt gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í sumar þegar hann tryggði liðinu dramatískan sigur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Elfar Árni kann vel við sig í Garðabænum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 KA

„Ég held að þetta sé sá völlur sem ég hef skorað mest á. Ég var í Breiðabliki á sínum tíma og það var ekki mikill vinskapur milli þessara liða, síðan þá hef ég alltaf haft gaman að því að skora á móti Stjörnunni," segir Elfar.

„Ég sá þetta ekki, Haraldur var fyrir svo ég sá þetta ekki alveg en þetta var allavega tæpt. Við ætlum okkur í úrslit í þessari keppni."

KA hefur gengið vel í sumar og Elfar Árni, sem missti af öllu tímabilinu í fyrra vegna erfiðra meiðsla, segir það ljúft að vera kominn aftur á fulla ferð.

„Það er virkilega gaman fyrir mig persónulega að vera kominn inn í þetta aftur," segir Elfar en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner