Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. júní 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunn aftur til Norwich (Staðfest)
Gunn lék á sínum tíma tæplega 30 landsleiki fyrir yngri landslið Englands
Gunn lék á sínum tíma tæplega 30 landsleiki fyrir yngri landslið Englands
Mynd: Getty Images
Norwich er búið að krækja í Angus Gunn frá Southampton og skrifar hann undir fjögurra ára samning við Norwich.

Gunn er uppalinn hjá Norwich en gekk í raðir Manchester City þegar hann var fimmtán ára gamall. Hann var á láni hjá Norwich tímabilið 2017-2018.

Eftir lánstímann hjá Norwich skrifaði hann undir hjá Southampton og lék hann næstu þrjú árin með Dýrlingunum. Hann var keyptur á 13,5 milljónir punda og lék 22 deildarleiki.

Hann skrifaði undir fimm ára samning og átti því tvö ár eftir af samningum.

Gunn er talinn kosta Norwich 5,5 milljónir punda sem gæti hækkað upp í 10 milljónir punda.

Norwich er komið aftur upp í úrvalsdeildina eftir eins árs fjarveru. Liðið endaði í efsta sæti Championship deildarinnar á liðinni leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner