Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. júní 2021 12:58
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mannlíf 
Segir að samningi Björns Daníels verði mögulega rift
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Samkvæmt heimildum Mannlífs er rætt um það innan FH að rifta samningi Björns Daníels Sverrissonar, eða lána hann til annars liðs.

„Líklegt er að atvik þetta muni hafa í för með einhverjar afleiðingar fyrir Björn Daníel," skrifar Svanur Már Snorrason fréttamaður Mannlífs en hann er þar að tala um atvik í leik Breiðabliks og FH sem Fótbolti.net fjallaði um í gær.

Björn Daníel átti að koma inn sem varamaður í stöðunni 4-0 fyrir Breiðablik en vildi ekki koma inn. Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, reiddist og skipaði Birni að setjast á bekkinn.

Fótbolti.net reyndi að ná í Björn Daníel í gær en það tókst ekki.

Björn, sem er 31 árs miðjumaður og var fyrirliði FH í fyrra, hefur komið inn á sem varamaður í sex leikjum FH, öllum nema einum þar til á sunnudag. Þá var hann ónotaður varamaður.

Matthías Vilhjálmsson tók við fyrirliðabandinu fyrir þetta tímabil.

FH hefur gengið illa á þessu tímabili og var Logi Ólafsson látinn taka pokann sinn eftir tapleikinn gegn Blikum. Ólafur Jóhannesson var ráðinn í hans stað út tímabilið og stýrir sínum fyrsta leik í kvöld, bikarleik gegn Njarðvík.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner