Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins. Eini íslendingurinn sem spilaði utan Evrópu var Nökkvi Þeyr sem spilaði 83 mínútur með sínum mönnum í St. Louis í jafnteflisleik gegn Atlanta. Nökkvi skoraði mark í þeim leik rétt fyrir hálfleik sem var dæmt af.
Patrik Sigurður Gunnarsson spilaði heilan leik með Viking Stavanger í æfingarleik gegn AIK.
Davíð Snær Jóhannsson byrjaði hjá Aalesund í dramatísku tapi gegn Ranheim á heimavelli. Hann var hins vegar tekinn útaf á 67. mínútu í stöðunni 1-1. Aalesund er í fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Óskar Sverrisson spilaði allan leikinn með sínum mönnum í Valbergs BoIS FC er þeir lögðu Gefle 4-3 í bráðskemmtilegum leik.
Þórdís Ágústsdóttir spilaði allan leikinn með Vaxjö DFF gegn Vittsjö GIK í dag í markalausu jafntefli.
Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk gegn Linköpings FC í dag í 3-1 sigri. Katla Tryggvadóttir lagði upp fyrsta markið á Hlín.
St. Louis City 1-1 Atlanta United
Kristianstads W 3 - 1 Linkoping W
Vittsjo W 0 - 0 Vaxjo W
Valbergs BoIS FC 4-3 Gefle
Aalesund 1-2 Ranheim
AIK 1-1 Viking