Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. júlí 2019 15:08
Magnús Már Einarsson
Joelinton á leið til Newcastle á metfé
Mynd: Getty Images
Newcastle er að ganga frá kaupum á Joelinton, framherja Hoffenheim en hann er á leið í læknisskoðun.

Samkvæmt frétt Sky Sports er kaupverðið í kringum 40 milljónir punda.

Joelinton er þar með langdýrasti leikmaður í sögu Newcastle en fyrra metið var í janúar þegar félagið borgaði 21 milljón punda fyrir Miguel Almiron.

Joelinton er 22 ára gamall en hann skoraði 11 mörk í 35 leikjum með Hoffenheim á síðasta tímabili.

Hann á að fylla skarð Ayoze Perez og Joselu sem fóru til Leicester og Deportivo La Coruna á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner