Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 23. júlí 2020 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrettán handteknir í fagnaðarlátum Leeds og Liverpool
Stuðningsmenn fylgdu ekki fyrirmælum
Læti fyrir utan Anfield.
Læti fyrir utan Anfield.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Leeds hópuðust saman fyrir utan Elland Road.
Stuðningsmenn Leeds hópuðust saman fyrir utan Elland Road.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Leeds og Liverpool fylgdu ekki fyrirmælum stjórnvalda í Bretlandi í gær.

Félögin tóku á móti bikurum og var frábærum tímabilum fagnað. Leeds vann Championship-deildina og Liverpool vann ensku úrvalsdeildina.

Kórónuveirufaraldurinn hefur komið illa út á Bretlandi. Tæplega 300 þúsund hafa smitast og rúmlega 45 þúsund manns hafa látið lífið af sökum veirunnar í landinu. Smittilfellum fer þó fækkandi og hafa bresk stjórnvöld byrjað að losa um hömlur. Núna er eins metra reglan í gildi, fólk er beðið um að fara varlega og vera með grímur.

Eins metra reglan var svo sannarlega ekki virt fyrir utan Anfield og Elland Road í gær og mikið af fólki sleppti því að vera með grímur.

Fólk var beðið um að fagna heima, en margir stuðningsmenn virtu það ekki.

Sky Sports segir frá því að tíu einstaklingar hafi verið handteknir fyrir utan Anfield og Elland Road, fyrir slæma heðgun. Meirihluti fólks hegðaði sér vel þrátt fyrir að reglur hafi ekki verið virtar.

Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að félagið hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Liverpool vil þakka þeim stuðningsmönnum sem fögnuðu heima," sagði í yfirlýsingunni. „Við erum hins vegar vonsvikin með fagnaðarlætin sem áttu sér stað fyrir utan Anfield og að fyrirmælum hafi ekki verið fylgt."

Leikmenn Leeds fögnuðu með stuðningsmönnum fyrir utan völlinn í rútu með opnu þaki. Leeds taldi sig vera gera rétt með því og verja þá ákvörðun sína með því að segja: „Öryggishópur taldi að stutt innkoma frá leikmönnum með bikarinn myndi binda endi á fagnaðarlætin."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner