Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júlí 2021 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólfaskipting á fótboltavöllum - Mega 200 koma saman
FH fagnar fyrir framan stuðningsmenn sína eftir að hafa náð góðum úrslitum í Evrópukeppni gegn Sligo Rovers.
FH fagnar fyrir framan stuðningsmenn sína eftir að hafa náð góðum úrslitum í Evrópukeppni gegn Sligo Rovers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkisstjórnin kynnti í kvöld nýjar og hertar aðgerðir innanlands vegna smitaukningu síðustu daga.

Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld; 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst næstkomandi.

Þessar reglur koma til með að hafa áhrif á fótboltann hér að landi að því leyti að hólfaskipting mun aftur taka gildi í stúkum á fótboltavöllum landsins.

Gera má ráð fyrir því að 200 manns komist að í hverju hólfi í ljósi þess að í nýjum reglum segir að aðeins 200 megi koma saman.

Veitingasala er bönnuð.

Það eru leikir um allt land um helgina. Á morgun er til að mynda leikið í Pepsi Max-deild kvenna og á sunnudag eru leikir í Pepsi Max-deild karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner