Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennalið og fótboltakonur í Football Manager
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tölvuleikurinn Football Manager er gríðarlega vinsæll á ári hverju hjá fótboltaaðdáendum um heim allan.

Í leiknum setur spilarinn sig í spor knattspyrnustjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.

Það er verið að vinna að breytingum í tengslum við leikinn. Það er verið að búa til kerfi svo hægt verði að stýra kvennaliðum í leiknum.

Miles Jacobson, aðalmaðurinn í kringum Football Manager, er með skýr skilaboð: „Ég trúi á jafnrétti."

Það er verið að taka skrefin til að koma kvennaliðum og fótboltakonum inn í gagnagrunn leiksins. Hvort þau komi inn í Football Manager 2022, 2023, 2024 eða síðar - það kemur í ljós. Þetta er gríðarlega flott skref og mun auka sýnileika kvennaboltans.

Tvær efstu deildir karla á Íslandi eru í Football Manager núna og verður gaman að sjá hvort hægt verði að stýra liðum í Pepsi Max-deild kvenna í leiknum í framtíðinni. Svo verður hægt að fá leikmenn eins og Ödu Hegerberg, Söru Björk og Glódísi Perlu í sitt lið.

Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, fagnar þessu skrefi og segir það mikilvægt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner