Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur næsti áfangastaður Óla Kristjáns?
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska úrvalsdeildarfélagið Brann er að leita sér að nýjum þjálfara fyrir karlalið sitt.

Brann er í næst neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig eftir 14 leiki. Kåre Ingebrigtsen var látinn fara sem þjálfari liðsins síðastliðið mánudagskvöld.

Það er íslenskur þjálfari í umræðunni varðandi starfið. Það er Ólafur Kristjánsson.

Hann er ofarlega í veðbönkum þegar kemur að starfinu. Norski fjölmiðlamaðurinn Jonas Moen Rye vakti athygli á stuðlunum fyrr í þessari viku og þar kom fram að Ólafur væri sá þriðji í röðinni á eftir Erik Horneland og Morten Røssland.

Ólafur var síðast þjálfari hjá Esbjerg í Danmörku en nú síðast sló hann í gegn sem sérfræðingur Stöð 2 Sport í kringum Evrópumótið.

Hér að neðan má sjá hvernig stuðlarnir litu út fyrr í vikunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner