Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. ágúst 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Atli Arnar spáir í leiki umferðarinnar í 2. deild karla
Atli Arnarson.
Atli Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Dalvíkur/Reynis og Völsungs í vikunni.
Úr leik Dalvíkur/Reynis og Völsungs í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lokaspretturinn er framundan í 2. deild karla en 18. umferðin er á dagskrá á sunnudag.

Atli Arnarson, miðjumaður HK, fékk það verkefni að spá í spilin fyrir komandi umferð.



Fjarðabyggð 2 - 2 ÍR (13:00 á sunnudag)
Alltaf erfitt að fara austur. Þetta verður skemmtilegur leikur, mikil læti og tvö rauð á loft. ÍR jafnar í blálokin úr vítaspyrnu.

Vestri 2 - 1 Víðir (14:00 á sunnudag)
Risa leikur í toppbáráttunni. Vestramenn aðeins tapað einum heimaleik í sumar og þar verður engin breyting á. Fá eitt mark á sig í restina.

Selfoss - Leiknir F. (14:00 á sunnudag)
Annar stórleikur í toppbaráttunni. Leiknir F munu skora snemma og leiða leikinn lengi framan af. Þór Llorens mun svo leggja upp jöfnunarmark fyrir Tokic um miðjan seinni hálfleik og skorar svo sigurmarkið sjálfur. Selfyssingar hrista þar með vel upp í toppbaráttunni.

Dalvík/Reynir 3 - 1 Kári (15:00 á sunnudag)
Þrátt fyrir að Ingimar sé mættur í brúnna gætu Kára menn lent í vandræðum í þessum leik. Dalvíkingar sigla þessu örugglega heim.

Þróttur V. 0 - 1 Tindastóll (16:00 á sunnudag)
Við Tindastólsmenn munum rífa okkur í gang eftir skell í síðasta leik. Reikna með að þessi leikur komi mínum mönnum á sigurbraut og þar sem við verðum þéttir aftast og beitum skyndisóknum. Arnar Ólafs með markið.

Völsungur 2 - 0 KFG (16:00 á sunnudag)
Það verður lítil spenna á Húsavík. Ekki gengið vel hjá KFG í síðustu leikjum og reikna ég með að þeir tapi sínum fimmta leik í röð nokkuð sannfærandi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner