Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fös 23. ágúst 2019 13:18
Elvar Geir Magnússon
Klopp neitaði að svara spurningum um Lovren
„Ég ætla ekkert að segja um Lovren, hvort hann gæti farið eða ekki. Ég vil ekki tala um það," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í dag.

Liverpool var í viðræðum við Roma um króatíska varnarmanninn Dejan Lovren en það slitnaði upp úr þeim viðræðum.

Klopp var annars léttur á fundinum og var til í að svara öllum öðrum spurningum.

Þar kom meðal annars fram að Naby Keita væri á góðri leið í endurkomunni en ljóst væri að hann gæti þó ekki tekið þátt í leiknum gegn Arsenal á morgun.

Um meiðslin hjá Alisson markverði:

„Ég borðaði hádegismat með honum í dag, hann getur allavega borðað!" sagði Klopp léttur. „Það er engin dagsetning í huga mínum varðandi Alisson. Hann var á hækjum en þær eru ekki lengur til staðar."

Hann býst við hörkuleik gegn Arsenal.

„Bæði lið eru sóknarsinnið. Arsenal mun líklega breyta til í tveimur lykilstöðum. Pepe mun byrja og ekki gerir það þá veikari. Lið spila oft öðruvísi þegar þau mæta okkur og það gerir leikgreiningar okkar flóknari," sagði Klopp.

Leikurinn á morgun verður klukkan 16:30.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner