Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. ágúst 2019 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Silva: Kean ekki tilbúinn fyrir byrjunarliðið
Kean tókst ekki að skora í fyrstu tveimur umferðunum.
Kean tókst ekki að skora í fyrstu tveimur umferðunum.
Mynd: Getty Images
Margir stuðningsmenn Everton furða sig á því að ítalski sóknarmaðurinn Moise Kean fái ekki tækifæri í byrjunarliðinu á upphafi tímabils.

Kean var fenginn til Everton fyrir tæplega 30 milljónir punda í sumar en hefur aðeins fengið 40 mínútur af úrvalsdeildarfótbolta eftir tvær fyrstu umferðir tímabilsins.

Þetta vekur athygli þar sem Everton hefur átt í basli með markaskorun á upphafi tímabils. Vörnin hefur þó staðið sig vel og er liðið með markatöluna 1-0.

„Hann er ekki tilbúinn. Þegar hann sýnir mér á æfingum að hann er betri en samherjar sínir og tilbúinn til að sanna sig þá fær hann að spila," sagði Silva fyrir leikinn gegn Aston Villa sem er að hefjast.

Dominic Calvert-Lewin byrjar aftur fremstur og er Kean á bekknum ásamt Theo Walcott og Alex Iwobi.

„Hann er gæðaleikmaður en við þurfum að gefa honum meiri aðlögunartíma svo hann geti spilað eins og við viljum."
Athugasemdir
banner
banner
banner