Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 23. ágúst 2019 21:59
Helga Katrín Jónsdóttir
Telma Ívars: Allir leikir eru úrslitaleikir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fóru fram nokkrir leikir í 15. umferð Inkasso kvenna. Á Varmárvelli tók Afturelding á móti Augnabliki og skildu liðin jöfn, 1:1. Telma Ívarsdóttir, markmaður Augnabliks, var nokkuð svekkt í leikslok:

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Augnablik

"Já þetta er svekkjandi en hvert stig skiptir miklu máli í botnbaráttunni. Þannig að það er bara einn leikur í einu. Eins og við erum að hugsa þetta núna þá er hver leikur bara úrslitaleikur. "

"Ég var ekki alveg nógu ánægð með fyrri hálfleikinn, við vorum mikið að panikka og vorum stressaðar. Þap er mikil pressa á manni þegar maður er í botnbaráttunni og það er  stressandi að vera að spila úrslitaleik eins og við erum að gera núna."

"Við vorum ekki alveg mættar í byrjun, vorum svolítið í að dúndra fram þegar við hefðum átt að vera að spila og gera þetta auðveldara fyrir okkur."

Telma var flott í markinu í dag og hefði viljað halda hreinu

"Jú klárlega, en fótbolti er fótbolti og það getur allt gerst. Við hefðum bara átt að klára mennina okkar, sérstaklega inni í teig. Þetta var eins og á æfingu þar sem varnarmennirnir eru ekki með. Við hefðum alltaf átt að vera fyrir framan hana, hún hefði ekki átt að hafa markið fyrir sig."

Næsti leikur Augnabliks er gegn ÍA sem e með einu stigi meira í deildinni. Það er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir liðið.

"Já eins og ég sagði þá er hver leikur úrslitaleikur í þessari botnbaráttu. Núna er smá pása svo við tökum bara góðar æfingar og verðum klárar í þann leik sem úrslitaleik til þess að falla ekki."


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner