Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 23. ágúst 2019 21:59
Helga Katrín Jónsdóttir
Telma Ívars: Allir leikir eru úrslitaleikir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fóru fram nokkrir leikir í 15. umferð Inkasso kvenna. Á Varmárvelli tók Afturelding á móti Augnabliki og skildu liðin jöfn, 1:1. Telma Ívarsdóttir, markmaður Augnabliks, var nokkuð svekkt í leikslok:

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Augnablik

"Já þetta er svekkjandi en hvert stig skiptir miklu máli í botnbaráttunni. Þannig að það er bara einn leikur í einu. Eins og við erum að hugsa þetta núna þá er hver leikur bara úrslitaleikur. "

"Ég var ekki alveg nógu ánægð með fyrri hálfleikinn, við vorum mikið að panikka og vorum stressaðar. Þap er mikil pressa á manni þegar maður er í botnbaráttunni og það er  stressandi að vera að spila úrslitaleik eins og við erum að gera núna."

"Við vorum ekki alveg mættar í byrjun, vorum svolítið í að dúndra fram þegar við hefðum átt að vera að spila og gera þetta auðveldara fyrir okkur."

Telma var flott í markinu í dag og hefði viljað halda hreinu

"Jú klárlega, en fótbolti er fótbolti og það getur allt gerst. Við hefðum bara átt að klára mennina okkar, sérstaklega inni í teig. Þetta var eins og á æfingu þar sem varnarmennirnir eru ekki með. Við hefðum alltaf átt að vera fyrir framan hana, hún hefði ekki átt að hafa markið fyrir sig."

Næsti leikur Augnabliks er gegn ÍA sem e með einu stigi meira í deildinni. Það er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir liðið.

"Já eins og ég sagði þá er hver leikur úrslitaleikur í þessari botnbaráttu. Núna er smá pása svo við tökum bara góðar æfingar og verðum klárar í þann leik sem úrslitaleik til þess að falla ekki."


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner