Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 23. september 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds ætlar að halda áfram með Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson ætlar að halda áfram sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar. Þetta sagði hann í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-1 sigur á KR um helgina.

„Við erum bara rétt að byrja samstarfið," sagði Kristján í viðtali eftir sigurinn gegn KR í lokaumferðinni á laugardag.

„Það verður hrikalega spennandi framtíð hér. Ég verð áfram. Það eru spennandi tilkynningar framundan hjá Stjörnunni."

Ungt lið Stjörnunnar endaði í 5. sæti deildarinnar í sumar með 23 stig eftir að hafa á tímabili verið nálægt fallsvæðinu.

Kristján var að klára sitt fyrsta tímabil með Stjörnuna en hann kom til félagsins eftir að hafa þar áður þjálfað karlalið ÍBV í tvö ár.

Kristján er reyndur þjálfari en hann hefur meðal annars stýrt karlaliðum Vals, Keflavíkur og Leiknis R. á ferlinum.
Kristján: Sumir leikmenn orðnir landsleikjaleikmenn en ekki félagsleikmenn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner