Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mið 23. september 2020 22:32
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Erum ekki að fá nógu mikið lof
Davíð Smári Lamude var mjög kátur að leikslokum.
Davíð Smári Lamude var mjög kátur að leikslokum.
Mynd: Hulda Margrét
„Bara ógeðslega sáttur með strákana, virkilega,virkilega sáttur." voru fyrstu viðbrögð Davíðs Smára þjálfara Kórdrengja.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  1 Selfoss

Kórdrengir fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn en Hrvoje Tokic minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks áður en Jordan Damachoua skoraði efir hornspyrnu og Davíð var spurður hvort það hafi ekki verið gríðarlegur léttir að sjá boltann í netinu.

„Já léttir, algjörlega. Ég er bara hrikalega sáttur með þetta það er erfitt að tala og hlusta á allan fögnuðinn og athyglisbresturinn alveg að kicka inn en ég er bara ógeðslega sáttur með þetta."

„Mér finnst við sem Kórdrengir sem liðið, allir sem koma að liðinu, við erum ekki mörg og mér finnst við í raun og veru ekki fá nógu mikið lof það sem við erum að gera, við erum á toppi deildarinnar, búnir að fá á okkur ellefu mörk í átjan leikjum og búnir að skora 39 mörk og mér finnst bara að það mætti fjalla meira um þetta, þetta er ekkert smá afrek sem bæði lið eru að gera og þessir drengir sem eru tilbúnir að koma hérna í klúbbinn og spila á þessu leveli, þar að segja leggja sig alla í þetta og þetta er ekkert auðgefið og ég er bara gríðarlega sáttur."

„Þeir eru að kvarta yfir dómgæslunni í leiknum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég veit ekki hvað ég á svosem að vera tala um dómgæsluna en ég held það segi ýmislegt, við spilum örugglega mestan tíman af öllum liðum í deildinni í vítateig andstæðingana, við erum búnir að fá eina vítaspyrnu í sumar og ef eitthvað er þá finnst mér dómgæslan í sumar hafa hallað hrikalega á okkur og ég elska ekkert meira en að fara erfiðu leiðina og við erum sem lið að fara erfiðu leiðina."

Kórdrengir hafa fengið aðeins ellefu mörk á sig í sumar og hafa verið að spila frábæran varnarleik og má það einkennast að liðið sé á toppi deildarinnar með sterkan varnarleik.

„Já, sterkan varnarleik og góðan sóknarleik, við erum búnir að skora flest af mörkum líka og það má ekki gleyma því og við vitum að vörn vinnur deildir og vonandi gerir það hjá okkur í ár, þetta er ekki neitt komið en við höldum áfram á þessari vegferð."

Kórdrengir voru í fjórðu deildinni fyrir tveimur árum og liðið hefur farið upp um 2 deildir síðan þá og er útlit fyrir að liðið sé að fara upp í Lengjudeildina en ekkert lið á Íslandi hefur afrekað það sem Kórdrengir hafa gert á síðustu árum.

„Ég vill bara enn og aftur endurtaka að mér finnst við sem klúbbur ekki fá nógu mikið lof. Mér finnst við eiga meira skilið, bæði í umfjöllun og bara í öllu saman. Þetta er eitthvað stærsta ævintýri sem hefur gerst í Íslenskri knattspyrnu."


Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner