Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 23. september 2020 22:32
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Erum ekki að fá nógu mikið lof
Davíð Smári Lamude var mjög kátur að leikslokum.
Davíð Smári Lamude var mjög kátur að leikslokum.
Mynd: Hulda Margrét
„Bara ógeðslega sáttur með strákana, virkilega,virkilega sáttur." voru fyrstu viðbrögð Davíðs Smára þjálfara Kórdrengja.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  1 Selfoss

Kórdrengir fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn en Hrvoje Tokic minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks áður en Jordan Damachoua skoraði efir hornspyrnu og Davíð var spurður hvort það hafi ekki verið gríðarlegur léttir að sjá boltann í netinu.

„Já léttir, algjörlega. Ég er bara hrikalega sáttur með þetta það er erfitt að tala og hlusta á allan fögnuðinn og athyglisbresturinn alveg að kicka inn en ég er bara ógeðslega sáttur með þetta."

„Mér finnst við sem Kórdrengir sem liðið, allir sem koma að liðinu, við erum ekki mörg og mér finnst við í raun og veru ekki fá nógu mikið lof það sem við erum að gera, við erum á toppi deildarinnar, búnir að fá á okkur ellefu mörk í átjan leikjum og búnir að skora 39 mörk og mér finnst bara að það mætti fjalla meira um þetta, þetta er ekkert smá afrek sem bæði lið eru að gera og þessir drengir sem eru tilbúnir að koma hérna í klúbbinn og spila á þessu leveli, þar að segja leggja sig alla í þetta og þetta er ekkert auðgefið og ég er bara gríðarlega sáttur."

„Þeir eru að kvarta yfir dómgæslunni í leiknum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég veit ekki hvað ég á svosem að vera tala um dómgæsluna en ég held það segi ýmislegt, við spilum örugglega mestan tíman af öllum liðum í deildinni í vítateig andstæðingana, við erum búnir að fá eina vítaspyrnu í sumar og ef eitthvað er þá finnst mér dómgæslan í sumar hafa hallað hrikalega á okkur og ég elska ekkert meira en að fara erfiðu leiðina og við erum sem lið að fara erfiðu leiðina."

Kórdrengir hafa fengið aðeins ellefu mörk á sig í sumar og hafa verið að spila frábæran varnarleik og má það einkennast að liðið sé á toppi deildarinnar með sterkan varnarleik.

„Já, sterkan varnarleik og góðan sóknarleik, við erum búnir að skora flest af mörkum líka og það má ekki gleyma því og við vitum að vörn vinnur deildir og vonandi gerir það hjá okkur í ár, þetta er ekki neitt komið en við höldum áfram á þessari vegferð."

Kórdrengir voru í fjórðu deildinni fyrir tveimur árum og liðið hefur farið upp um 2 deildir síðan þá og er útlit fyrir að liðið sé að fara upp í Lengjudeildina en ekkert lið á Íslandi hefur afrekað það sem Kórdrengir hafa gert á síðustu árum.

„Ég vill bara enn og aftur endurtaka að mér finnst við sem klúbbur ekki fá nógu mikið lof. Mér finnst við eiga meira skilið, bæði í umfjöllun og bara í öllu saman. Þetta er eitthvað stærsta ævintýri sem hefur gerst í Íslenskri knattspyrnu."


Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner