Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
banner
   mið 23. september 2020 22:32
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Erum ekki að fá nógu mikið lof
Davíð Smári Lamude var mjög kátur að leikslokum.
Davíð Smári Lamude var mjög kátur að leikslokum.
Mynd: Hulda Margrét
„Bara ógeðslega sáttur með strákana, virkilega,virkilega sáttur." voru fyrstu viðbrögð Davíðs Smára þjálfara Kórdrengja.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  1 Selfoss

Kórdrengir fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn en Hrvoje Tokic minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks áður en Jordan Damachoua skoraði efir hornspyrnu og Davíð var spurður hvort það hafi ekki verið gríðarlegur léttir að sjá boltann í netinu.

„Já léttir, algjörlega. Ég er bara hrikalega sáttur með þetta það er erfitt að tala og hlusta á allan fögnuðinn og athyglisbresturinn alveg að kicka inn en ég er bara ógeðslega sáttur með þetta."

„Mér finnst við sem Kórdrengir sem liðið, allir sem koma að liðinu, við erum ekki mörg og mér finnst við í raun og veru ekki fá nógu mikið lof það sem við erum að gera, við erum á toppi deildarinnar, búnir að fá á okkur ellefu mörk í átjan leikjum og búnir að skora 39 mörk og mér finnst bara að það mætti fjalla meira um þetta, þetta er ekkert smá afrek sem bæði lið eru að gera og þessir drengir sem eru tilbúnir að koma hérna í klúbbinn og spila á þessu leveli, þar að segja leggja sig alla í þetta og þetta er ekkert auðgefið og ég er bara gríðarlega sáttur."

„Þeir eru að kvarta yfir dómgæslunni í leiknum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég veit ekki hvað ég á svosem að vera tala um dómgæsluna en ég held það segi ýmislegt, við spilum örugglega mestan tíman af öllum liðum í deildinni í vítateig andstæðingana, við erum búnir að fá eina vítaspyrnu í sumar og ef eitthvað er þá finnst mér dómgæslan í sumar hafa hallað hrikalega á okkur og ég elska ekkert meira en að fara erfiðu leiðina og við erum sem lið að fara erfiðu leiðina."

Kórdrengir hafa fengið aðeins ellefu mörk á sig í sumar og hafa verið að spila frábæran varnarleik og má það einkennast að liðið sé á toppi deildarinnar með sterkan varnarleik.

„Já, sterkan varnarleik og góðan sóknarleik, við erum búnir að skora flest af mörkum líka og það má ekki gleyma því og við vitum að vörn vinnur deildir og vonandi gerir það hjá okkur í ár, þetta er ekki neitt komið en við höldum áfram á þessari vegferð."

Kórdrengir voru í fjórðu deildinni fyrir tveimur árum og liðið hefur farið upp um 2 deildir síðan þá og er útlit fyrir að liðið sé að fara upp í Lengjudeildina en ekkert lið á Íslandi hefur afrekað það sem Kórdrengir hafa gert á síðustu árum.

„Ég vill bara enn og aftur endurtaka að mér finnst við sem klúbbur ekki fá nógu mikið lof. Mér finnst við eiga meira skilið, bæði í umfjöllun og bara í öllu saman. Þetta er eitthvað stærsta ævintýri sem hefur gerst í Íslenskri knattspyrnu."


Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir