Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. september 2022 15:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emelía er í stiganum - „Hennar tími mun væntanlega koma"
Icelandair
Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir.
Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir.
Mynd: Kristianstad
Emelía Óskarsdóttir hefur verið að vekja athygli fyrir góða frammistöðu sína með Kristianstad í Svíþjóð.

Emelía, sem er 16 ára gömul, er búin að koma við sögu í níu leikjum í sænsku úrvalsdeildinni og skora eitt mark. Hún gerði eitt af mörkum Kristianstad í 3-1 sigri gegn Hammarby fyrir viku síðan.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var í gær spurður að því hvort Emelía væri leikmaður sem hann og hans teymi væru að fylgjast með.

„Við fylgjumst með henni en hún er í landsliðs stiganum," sagði Steini.

„Hún er að spila með U17 og var að spila með U19 um daginn. Hún þróast og þroskast inn í þessum umhverfi. Hún hefur verið að koma vel inn og hennar tími mun væntanlega koma ef hún heldur áfram að þróast og þroskast vel."

Er framtíðin björt hjá henni?

„Algjörlega. Þetta snýst um að þú farir í ferilinn án mikilla meiðsla og takir réttar ákvarðanir með félagsliðin þín og allt það."

Emelía kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu; faðir hennar er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og bróðir hennar er Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar og U21 landsliðsins.

Hún var í gær valin í hóp U17 landsliðsins sem tekur þátt í fyrstu umferð í undankeppni EM.
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Athugasemdir
banner
banner
banner