Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   lau 23. september 2023 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Glódís misskildi leikplan Íslands þar til í hálfleik
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir var kát eftir 1-0 sigur Íslands gegn Wales í fyrstu umferð í Þjóðadeild kvena.


Ísland vann leik liðanna í gærkvöldi og skoraði Glódís eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Hún viðurkenndi þó að leikslokum að það hafi verið smá ruglingur í gangi í varnarleik liðsins þar sem hún misskildi varnarskipulagið.

„Eeee, nei. Við áttum ekki að verjast í 4-4-2, það var einhver misskilningur," sagði Glódís hlæjandi að leikslokum. „Ég hélt það í fyrri hálfleik en það var ekki þannig. Ég tek það á mig."

Glódís stýrir varnarmönnum íslenska landsliðsins eins og herforingi en það gekk blessunarlega upp þrátt fyrir misskilninginn.

„Þegar við erum að sækja förum við í þriggja manna (varnarlínu), við bara sóttum ekkert. Við náðum ekki oft að fara í það kerfi."

Ísland er einnig með Danmörku og Þýskalandi í riðli og þarf að skipta um gír til að hafa betur í viðureignum gegn þessum sterku fótboltaþjóðum.


Glódís eftir sögulegan sigur: Já okei, ég vissi það ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner