Glódís Perla Viggósdóttir var kát eftir 1-0 sigur Íslands gegn Wales í fyrstu umferð í Þjóðadeild kvena.
Ísland vann leik liðanna í gærkvöldi og skoraði Glódís eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Hún viðurkenndi þó að leikslokum að það hafi verið smá ruglingur í gangi í varnarleik liðsins þar sem hún misskildi varnarskipulagið.
„Eeee, nei. Við áttum ekki að verjast í 4-4-2, það var einhver misskilningur," sagði Glódís hlæjandi að leikslokum. „Ég hélt það í fyrri hálfleik en það var ekki þannig. Ég tek það á mig."
Glódís stýrir varnarmönnum íslenska landsliðsins eins og herforingi en það gekk blessunarlega upp þrátt fyrir misskilninginn.
„Þegar við erum að sækja förum við í þriggja manna (varnarlínu), við bara sóttum ekkert. Við náðum ekki oft að fara í það kerfi."
Ísland er einnig með Danmörku og Þýskalandi í riðli og þarf að skipta um gír til að hafa betur í viðureignum gegn þessum sterku fótboltaþjóðum.
Heyrt á Laugardalsvelli í kvöld:
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 22, 2023
Adda: „Áttuð þið að verjast í 4-4-2?“
Glódís: „Eeee, nei. Það var einhver misskilningur, ég hélt það í fyrri hálfleik. Ég tek það á mig.“
Meira hér: https://t.co/aS1LeJflrM pic.twitter.com/z8j4qUavK4