Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Ég geri ráð fyrir að Son framlengi
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur á Englandi, gerir ráð fyrir því að Heung-Min Son framlengi samning sinn við félagið á næstu dögum.

Suður-kóreski framherjinn hefur verið á mála hjá Tottenham frá 2015 en hann kom þá frá þýska félaginu Bayer Leverkusen.

Son er í dag einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en hann er nú þegar kominn með sjö deildarmörk í aðeins fimm leikjum auk þess sem hann hefur lagt upp tvö mörk.

Samningur hans við Tottenham gildir til 2023 en leikmaðurinn hefur verið í viðræðum við félagið um að framlengja samninginn.

„Ég myndi elska það. Son á þrjú ár eftir af samningnum, þannig að við erum ekkert í erfiðri stöðu með það. Það er meira þannig að Son elskar að vera hér og ég held að hann ætli að framlengja samning sinn til næstu ára," sagði Mourinho.

„Allir hjá félaginu elska þennan leikmann og hjálpa til að láta honum líða vel þarna. Það er mjög eðlilegt að félagið reynir að framlengja um þrjú ár tilviðbótar en ég er samt ekki viss. Hann á alla vega skilið nýjan samning," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner