Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 23. október 2021 15:57
Aksentije Milisic
England: King setti þrennu á Everton - Rodrigo bjargaði stigi
Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en allir hófust þeir klukkan 14.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður og spilaði þrettán mínútur í 2-2 jafntefli Southampton og Burnley. Maxvel Cornet gerði tvennur fyrir gestina í leiknum.

Watford gerði sér lítið fyrir og vann Everton á Goodison Park með fimm mörkum gegn tveimur. Joshua King, sem var á mála hjá Everton á síðustu leiktíð, skoraði þrennu í leiknum.

Watford skoraði fjögur mörk á þrettán mínútna kafla seint í leiknum og kláraði leikinn því frábærlega.

Á Ellan Road áttust við Leeds United og Wolves. Hee Chan Hwang kom Úlfunum yfir í fyrri hálfleiknum en Rodrigo jafnaði metin úr vítaspyrnu á 94. mínútu leiksins. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Þá skildu Crystal Palace og Newcastle jöfn 1-1.

Crystal Palace 1 - 1 Newcastle
1-0 Christian Benteke ('56 )
1-1 Callum Wilson ('65 )

Everton 2 - 5 Watford
1-0 Tom Davies ('3 )
1-1 Joshua King ('13 )
2-1 Richarlison ('63 )
2-2 Juraj Kucka ('78 )
2-3 Joshua King ('80 )
2-4 Joshua King ('86 )
2-5 Emmanuel Dennis ('90 )

Leeds 1 - 1 Wolves
0-1 Hee-Chan Hwang ('10 )
1-1 Rodrigo Moreno ('90 , víti)

Southampton 2 - 2 Burnley
0-1 Maxwel Cornet ('13 )
1-1 Valentino Livramento ('41 )
2-1 Armando Broja ('50 )
2-2 Maxwel Cornet ('57 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir