Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 23. október 2021 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Þeir voru betri í hálftíma
Pep Guardiola var sáttur með sigurinn gegn Brighton í dag en var þó ekki sérlega ánægður með frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik.

Manchester City heimsótti Brighton og leiddi 0-3 í leikhlé en seinni hálfleikur fór 1-1 og lokatölur urðu því 1-4.

„Fyrri hálfleikurinn var frábær. Við vissum nákvæmlega hvaða andstæðingum við vorum að mæta. Í síðari hálfleik voru þeir betri í hálftíma og vonandi lærum við lexíu af því," sagði Guardiola að leikslokum.

„Þetta er íþrótt þar sem þú vilt hafa boltann. Þegar þú ert ekki með boltann getur hvað sem er gerst. Við verðum að læra af þessu vegna þess að það skiptir ekki máli hvaða aðstæðum við erum í - við viljum alltaf halda boltanum!"

Man City er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn, tveimur stigum eftir toppiði Chelsea.
Athugasemdir
banner