Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   sun 23. október 2022 19:59
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Mér fannst það mjög einkennileg dómgæsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 3-0 á heimavelli gegn KA í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KA

„Bara ekki nógu gott, við komum sterkir inn í leikinn fyrstu 10-15 mínúturnar þar sem við stjórnum umferðinni en KA mennirnir voru þéttir til baka. Við fáum þarna eitt sérstaklega gott færi og einhver 1-2 góð upphlaup sem við hefðum átt að skora úr. Svona jafnræði með liðunum kannski í fyrri hálfleik, fáum svo rautt þarna á okkur og þeir skora mark og þá svona var þetta erfitt í seinni hálfleik. Við vorum reyndar frekar sterkir til að byrja með, breytum aðeins um leikkerfi og vorum þéttir fyrir, við fengum mjög gott færi hérna fljótlega í seinni hálfleik en svo vorum við svona smá klaufalegir í lokin og töpuðum kannski sanngjarnt."

Daníel Laxdal fær að líta rauða spjaldið í þessum leik og það hafa sumir velt því fyrir sér hvort hann sé að hætta eftir þetta tímabil er það svo?

„Nei, hann hættir ekki svona það er alveg ljóst, en já hann fær rautt spjald þarna og það var einhver læti þarna út í horni sem gerir það að verkum að við fáum rautt og gult spjald en KA mennirnir koma nokkuð vel út úr því og fá ekki neitt þannig að mér fannst það mjög einkennileg dómgæsla."

Fyrir þetta atvik voru Stjörnumenn byrjaðir að pirra sig á nokkrum vafasömum dómum hefur þú einhverja skoðun á þeim?

„Það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru pirraðir og fengu þetta rauða spjald því að ég er sammála því það voru einkennilegar ákvarðanir hérna sem gerðu það að verkum að þeir skora og við fáum rautt og það kannski breytir gangi leiksins og eftir það var þetta bara dálítið erfitt fyrir okkur. Mér fannst við einum færri vera ágætlega sterkir og héldum áfram einhvernvegin að stjórna leiknum, létum boltan ganga ágætlega vel á milli og ég heyrði það bara að KA menn voru ekkert rosalega ánægðir með sjálfa sig en sigur hjá þeim og bara flott."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Ágúst nánar um samstarf sitt með aðstoðarþjálfaranum Jökli Elísabetarsyni.


Athugasemdir