Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 23. október 2022 19:59
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Mér fannst það mjög einkennileg dómgæsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 3-0 á heimavelli gegn KA í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KA

„Bara ekki nógu gott, við komum sterkir inn í leikinn fyrstu 10-15 mínúturnar þar sem við stjórnum umferðinni en KA mennirnir voru þéttir til baka. Við fáum þarna eitt sérstaklega gott færi og einhver 1-2 góð upphlaup sem við hefðum átt að skora úr. Svona jafnræði með liðunum kannski í fyrri hálfleik, fáum svo rautt þarna á okkur og þeir skora mark og þá svona var þetta erfitt í seinni hálfleik. Við vorum reyndar frekar sterkir til að byrja með, breytum aðeins um leikkerfi og vorum þéttir fyrir, við fengum mjög gott færi hérna fljótlega í seinni hálfleik en svo vorum við svona smá klaufalegir í lokin og töpuðum kannski sanngjarnt."

Daníel Laxdal fær að líta rauða spjaldið í þessum leik og það hafa sumir velt því fyrir sér hvort hann sé að hætta eftir þetta tímabil er það svo?

„Nei, hann hættir ekki svona það er alveg ljóst, en já hann fær rautt spjald þarna og það var einhver læti þarna út í horni sem gerir það að verkum að við fáum rautt og gult spjald en KA mennirnir koma nokkuð vel út úr því og fá ekki neitt þannig að mér fannst það mjög einkennileg dómgæsla."

Fyrir þetta atvik voru Stjörnumenn byrjaðir að pirra sig á nokkrum vafasömum dómum hefur þú einhverja skoðun á þeim?

„Það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru pirraðir og fengu þetta rauða spjald því að ég er sammála því það voru einkennilegar ákvarðanir hérna sem gerðu það að verkum að þeir skora og við fáum rautt og það kannski breytir gangi leiksins og eftir það var þetta bara dálítið erfitt fyrir okkur. Mér fannst við einum færri vera ágætlega sterkir og héldum áfram einhvernvegin að stjórna leiknum, létum boltan ganga ágætlega vel á milli og ég heyrði það bara að KA menn voru ekkert rosalega ánægðir með sjálfa sig en sigur hjá þeim og bara flott."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Ágúst nánar um samstarf sitt með aðstoðarþjálfaranum Jökli Elísabetarsyni.


Athugasemdir
banner
banner