Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 23. október 2022 19:46
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi Jónasson: Við ætlum okkur að vinna úrslitakeppnina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA var ánægður eftir að liðið hans vann 3-0 útisigur á Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KA

„Ég er bara gríðarlega ánægður. Sterkur sigur á útivelli á móti gríðarlega sterku liði, við vorum svolítið að ströggla í byrjun fyrri hálfleiks svo komum við vel inn í leikinn, skorum mjög gott mark og mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Síðan náttúrulega kemur þetta rauða spjald sem að breytir svolítið leiknum og við spjöllum aðeins í hálfleik og seinni hálfeikurinn er allt í lagi, ekkert mikið meira en það, ég hefði viljað sjá okkur dominera meira. Mér fannst við svona aðeins slappna af eins og þetta væri komið. Við endum á að vinna 3-0 og höldum haus í atriði þar sem allt springur sem ég er mjög ánætður með, að mínir menn voru ekki að missa hausinn og fá einhver bull spjöld, þannig ég er gríðarlega ánægður."

Daníel Laxdal fær rautt spjald í atviki þar sem allt springur upp og það verða mikil átök manna á milli.

„Ég sá ekki hvernig þetta byrjaði en svo sá ég bara að einn okkar maður var tekinn ansi grimmilegu taki og grýtt í jörðina og það kom mér ekki á óvart að það hafi verið rautt spjald. Ég sá ekki nákvæmlega hvað á að hafa gerst þetta var hérna í horninu langt frá okkur. En eins og ég segi er ég bara gríðarlega ánægður að við höfum haldið haus í þessu momenti."

KA hefur verið að endursemja við marga af sínum leikmönnum en það eru enn nokkrir eftir, verður samið við alla þá aftur?

„Það eru samningaviðræður í gangi og það dettur nánast á hverjum degi einhver sem hefur verið að endursemja. Við erum ánægðir með það enda erum við með gott lið og góðan hóp, það er búið að ganga vel og við viljum bara halda sem flestum, það mun örugglega detta eitthvað inn fljótlega með fleiri. Við erum bara gríðarlega ánægðir með stöðuna og ég er gríðarlega ánægður með að við héldum áfram, það er komið úrslitakeppni og við erum búnir að taka 7 stig úr henni og við ætlum okkur að ná 2. sæti, við ætlum okkur að vinna úrslitakeppnina og við erum bara gríðarlega ánægðir með stöðuna og munum þar af leiðandi reyna halda ein mörgum leikmönnum sem eru að standa sig vel."

KA fer í evrópukeppni á næsta ári og þarf því líkast til að stækka hópinn enn frekar fyrir næsta tímabil.

„Við þurfum breiðan hóp til þess að vera í evrópu það sýndi sig bara í sumar og ég tala nú ekki um ef þú ferð áfram og færð þá ennþá fleiri leiki, það er það sem við stefnum að. Þannig já við þurfum breiðan og góðan hóp og eins og ég segi við erum bara að klára þetta mót núna, við erum að endursemja við þá menn sem við viljum semja við úr liðinu og svo förum við í það að fá einhverja utanfrá þegar líður aðeins á."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Hallgrímur nánar um dómgæsluna í leiknum og þá leikmenn KA sem voru í liði ársins.


Athugasemdir
banner