Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 23. október 2022 20:17
Haraldur Örn Haraldsson
Ívar Örn: Vildi ekkert meira en að troða sokk upp í þónokkra innan klúbbsins
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Ívar Örn Árnason leikmaður KA var hæstánægður eftir að liðið hans vann 3-0 gegn Stjörnunni á útivelli í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KA

„Sætur sigur, og það var svona frekar þungt einhvernvegin í mönnum, þetta var svolítið erfið byrjun. Stjarnan mætti okkur bara helvíti hvassir í byrjun og leyfðu okkur ekkert að spila út og voru bara helvíti öflugir í því svo þegar leið aðeins á fyrri hálfleikinn þá vorum við fljótir að vinna okkur aðeins inn í leikinn. Svo fer bara allt í háaloft hérna, ég held nú bara að Danni Lax hafi bara séð eitthvað rautt þarna, ég ætla ekkert að kommenta á þetta en það bara klárlega breytti gangi leiksins. Við ákváðum bara í hálfleik að vera aðeins rólegir og ég verð bara að hrósa Stjörnunni mér fannst þeir spila helvíti vel bara hérna í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera manni færri. En í heildina þá var þetta bara helvíti öflugur sigur hjá okkur og gaman líka að einn ungur hafi getað komið inná."

Ívar var valinn í Úrvalslið Bestu deildarinnar af Fótbolta.net eftir frábært tímabil.

„Þetta er bara alvöru heiður í raun. Þetta var klárlega eitt af markmiðunum mínum svona þegar maður gat byrjað að tengja saman nokkra sigra og komist í lið umferðarinnar þá leyfði maður sér að dreyma að komast kannski í lið ársins sem er bara sannur heiður og klárlega eitt af markmiðunum mínum náð. Ég vil þakka .net fyrir það."

Ívar hefur tekið miklum framförum þar sem Tómas Þór sagði meðal annars í útvarpsþættinum um helgina að hann hefði verið bara vara vinstri bakvörður liðsins fyrir 2-3 árum.

„Og ég kæmist ekki einu sinni sem rútubílstjóri í lið ársins, já ég hlustaði. Ég minnkaði við mig í vinnu og ákvað að taka sem flestar aukaæfingar sem KA býður upp á, á veturna. Þá æfum við svona 3-4 sinnum í viku á morgnana, ég bara mætti á þær og ég vissi alltaf að þó svo að það höfðu ekki allir trú á mér þá hafði ég svo sannarlega trúnna á sjálfum mér og ég er með stórt bakland að mér og ég er náttúrulega með KA hjarta og vildi ekkert meira en að troða sokk upp í þónokkra innan klúbbsins. Ég vissi líka alltaf að Dusan yrði í banni í fyrstu þrem leikjunum og ég myndi þá að öllum líkindum fá að spila þá og ég ákvað þá bara að setja mér markmið að vera það góður í þeim að það væri ekki hægt að taka mig úr liðinu. En í vetur ég gerði svo sem ekkert sérstakt held ég."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Ívar nánar um Dusan Brkovic og hvernig það er að spila með honum.


Athugasemdir
banner