Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   sun 23. október 2022 16:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Nonni Sveins: Líklega eina sem er eftir í þessari deild er baráttan um gullskóinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Já ég held að þannig lagað séð hafi þetta verið nokkuð jafn leikur, Óli þurfti ekkert að verja oft en þeir voru að komast í góðar stöður inn í teig en við vorum tilbúnir í það í dag og kannski betur en oft í sumar og menn fórnuðu sér í það sem þurfti til þess að verja markið og við héldum hreinu. Ef við höldum hreinu þá erum við rosalega líklegir til þess að vinna leiki því við skorum oftar en ekki" Sagði Jón Sveinsson þjálfari Framara eftir góðan 3-0 sigur á FH í dag.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 FH

Guðmundur Magnússon skoraði eitt mark í dag og er því markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 17 mörk eins og Nökkvi Þeyr Þórisson, hver hefði haldið að fyrir tímabil að Gummi Magg væri í baráttu um gullskóinn?

"Hann sjálfur alveg pottþétt og við sem erum að vinna með honum vitum að það er mikill hugur í Gumma og lagði mikið á sig í vetur til þess að komast þar sem hann er staddur í dag. Það er líklega eina sem er eftir í þessari deild núna, það er hver endar sem markakóngur og Gummi á einn leik til þess að taka það annars fær Nökkvi gullskóinn"

Verða Jannik og Delphin leikmenn Fram á næsta tímabili?

"Það er bara verið að skoða öll þessi mál og nú fer það ferli bara svona í gang þegar að deildin klárast og menn þurfa að endurskoða hvað er framundan og hvernig menn ætla að halda áfram með þetta og þeir eru okkar menn í dag og við skoðum það bara á næstu vikum hvernig framhaldið verður"

Viðtalið við Nonna má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem rætt er um fíaskóið í kringum samningsmál Gumma Magg, Alex Freyr í Breiðablik og fleira.
Athugasemdir
banner