Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
banner
   sun 23. október 2022 16:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Nonni Sveins: Líklega eina sem er eftir í þessari deild er baráttan um gullskóinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Já ég held að þannig lagað séð hafi þetta verið nokkuð jafn leikur, Óli þurfti ekkert að verja oft en þeir voru að komast í góðar stöður inn í teig en við vorum tilbúnir í það í dag og kannski betur en oft í sumar og menn fórnuðu sér í það sem þurfti til þess að verja markið og við héldum hreinu. Ef við höldum hreinu þá erum við rosalega líklegir til þess að vinna leiki því við skorum oftar en ekki" Sagði Jón Sveinsson þjálfari Framara eftir góðan 3-0 sigur á FH í dag.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 FH

Guðmundur Magnússon skoraði eitt mark í dag og er því markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 17 mörk eins og Nökkvi Þeyr Þórisson, hver hefði haldið að fyrir tímabil að Gummi Magg væri í baráttu um gullskóinn?

"Hann sjálfur alveg pottþétt og við sem erum að vinna með honum vitum að það er mikill hugur í Gumma og lagði mikið á sig í vetur til þess að komast þar sem hann er staddur í dag. Það er líklega eina sem er eftir í þessari deild núna, það er hver endar sem markakóngur og Gummi á einn leik til þess að taka það annars fær Nökkvi gullskóinn"

Verða Jannik og Delphin leikmenn Fram á næsta tímabili?

"Það er bara verið að skoða öll þessi mál og nú fer það ferli bara svona í gang þegar að deildin klárast og menn þurfa að endurskoða hvað er framundan og hvernig menn ætla að halda áfram með þetta og þeir eru okkar menn í dag og við skoðum það bara á næstu vikum hvernig framhaldið verður"

Viðtalið við Nonna má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem rætt er um fíaskóið í kringum samningsmál Gumma Magg, Alex Freyr í Breiðablik og fleira.
Athugasemdir
banner
banner